Content-Length: 77294 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/Rocky_Marciano

Rocky Marciano - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Rocky Marciano

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rocky Marciano á póstkorti frá árinu 1953.

Rocky Marciano (fæddur Rocco Francis Marchegiano; 1. september 192331. ágúst 1969), var bandarískur boxari og var heimsmeistari í þungavigt frá 23. september 1952 til 30. nóvember 1956. Þegar hann lagði hanskana á hilluna varð hann fyrsti og eini þungavigtarhnefaleikari sögunnar til að ljúka keppni taplaus.

Ferill

Marciano fæddist og ólst upp í Brockton Massachusetts, sonur ítalskra innflytjenda. Hann hóf hnefaleikaæfingar á táningsárum og sinnti margvíslegri ígripavinnu eftir útskrift. Hann var kvaddur í herinn árið 1943 og þjónaði að mestu í Bretlandi.

Meðan á hermennsku stóð keppti Marciano í hnefaleikum með góðum árangri og vann til verðlauna í keppni áhugamanna árið 1946. Árið eftir hóf hann atvinnumannakeppni. Árið 1948 sneri hann þó aftur sem atvinnumaður, en slík vistaskipti voru afar fátíð. Í millitíðinni reyndi hann fyrir sér sem hafnarboltakeppandi, án árangurs.

Árið 1948 hóf Marciano á ný keppni meðal atvinnumanna. Hann reyndist þegar sigursæll.









ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/Rocky_Marciano

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy