Content-Length: 94623 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/St_Asaph

St Asaph - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

St Asaph

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dómkirkjan í St Asaph.

St Asaph (velska: Llanelwy) er borg og sveitarfélag við ána Elwy í Wales. Árið 2011 voru íbúar 3.355 og er hún því önnur fámennasta borg Bretlands. Borgin liggur nálægt nokkrum sjávarbæjum svo sem Rhyl, Prestatyn, Abergele, Colwyn Bay og Llandudno.

Dómkirkja var reist í borginni á 14. öld. Hún er tilenkuð Asaff heilögum, öðrum biskupi sóknarinnar. Enska heiti borgarinnar er dregið af nafni biskupsins. St Asaph var viðurkennd opinberlega sem borg árið 2012.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/St_Asaph

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy