24. febrúar
dagsetning
Jan – Febrúar – Mar | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | |
2025 Allir dagar |
24. febrúar er 55. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 310 dagar (311 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1195 - Páll Jónsson var vígður biskup í Skálholti.
- 1303 - Orrustan við Roslin átti sér stað í Fyrsta skoska sjálfstæðisstríðinu.
- 1457 - Karl Knútsson Bonde flúði til Danzig eftir uppreisn Jöns Bengtsson Oxenstierna, erkibiskups.
- 1525 - Spænskar hersveitir unnu sigur á franska hernum í orrustunni við Pavía og tóku Frans 1. Frakkakonung höndum.
- 1552 - Hansasambandið missti verslunarleyfi sitt í Englandi.
- 1582 - Gregoríus 8. páfi innleiddi gregoríska tímatalið. Í Póllandi, Ítalíu, Portúgal og Spáni var hoppað yfir tíu daga og dagurinn eftir 4. október var því 15. október.
- 1600 - Sænska þingið kaus Karl hertoga til konungs eftir að Sigmundi 3. var steypt af stóli. Karl tók sér þó ekki konungsnafn fyrr en 1604.
- 1607 - Ópera Monteverdis, Orfeus, var fyrst sett á svið.
- 1630 - Skálholtsstaður brann. Þrettán hús eyðilögðust og mikil verðmæti fóru forgörðum.
- 1636 - Kristján 4. gaf skipun um að betlarar skyldu sendir í skipasmíðastöðina Brimarhólm til að vinna.
- 1863 - Forngripasafn Íslands var stofnað að frumkvæði Sigurðar Guðmundssonar málara.
- 1900 - Fréttablaðið Reykjavík kemur út í fyrsta sinn.
- 1918 - Eistland lýsti yfir sjálfstæði frá Rússum.
- 1924 - Íhaldsflokkurinn var stofnaður í Reykjavík. Hann var síðar sameinaður Frjálslynda flokknum og mynduðu þeir Sjálfstæðisflokkinn.
- 1924 - Stytta af Ingólfi Arnarsyni var afhjúpuð á Arnarhóli í Reykjavík. Styttuna gerði Einar Jónsson myndhöggvari.
- 1946 - Juan Perón var kosinn forseti Argentínu.
- 1948 - Kalda stríðið: Tékkneski kommúnistaflokkurinn tók völdin í Tékkóslóvakíu.
- 1957 - Sjómannasamband Íslands var stofnað.
- 1957 - Íslenska kvikmyndin Gilitrutt var frumsýnd.
- 1975 - Led Zeppelin gáfu út breiðskífuna Physical Graffiti.
- 1981 - Öflugur jarðskjálfti gekk yfir Aþenu með þeim afleiðingum að 22 létust og 4000 hús hrundu.
- 1981 - Buckingham-höll lýsti opinberlega yfir trúlofun Karls Bretaprins og lafði Díönu Spencer.
- 1988 - Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi tímaritinu Hustler í vil í málinu Hustler Magazine gegn Falwell.
- 1989 - Söngvabyltingin: Fáni Eistlands var dreginn að húni í fyrsta sinn í 44 ár.
- 1991 - Minnisvarði var afhjúpaður í Innri-Njarðvík um Sveinbjörn Egilsson, rektor og skáld, sem þar var fæddur.
- 1992 - Kurt Cobain gekk að eiga Courtney Love.
- 1994 - Breska lögreglan hóf uppgröft á lóð Fred West í Gloucester vegna gruns um að hann hefði myrt fjölda manns.
- 2002 - Vetrarólympíuleikunum lauk í Salt Lake City í Utah.
- 2003 - Sænska sjónvarpsstöðin SVT24 hóf útsendingar.
- 2004 - Yfir 600 manns fórust í jarðskjálfta í Marokkó.
- 2006 - Íslenska kvikmyndin Blóðbönd var frumsýnd.
- 2008 - Raúl Castro tók við stjórn Kúbu eftir afsögn bróður síns, Fidel Castro.
- 2010 - Evrópska ráðið samþykkti að hefja aðildarviðræður við Ísland.
- 2011 - Muammar Gaddafi skipaði hernum að skjóta á mótmælendur. 6.000 létust í Trípólí einni.
- 2011 - Geimskutlan Discovery hélt af stað í sína hinstu geimferð.
- 2014 - Mótmælin gegn afturköllun umsóknar um aðild Íslands að Evrópusambandinu hófust á Austurvelli og mótmæltu hátt í 4000 manns.
- 2015 - Byssumaður skaut átta til bana og sjálfan sig síðast á veitingastað í Uherský Brod í Tékklandi.
- 2018 - Íslenska aðgerðasinnans Hauks Hilmarssonar var saknað eftir loftárásir Tyrkja á Afrin í Sýrlandi.
- 2022 - Rússar hófu innrás í Úkraínu.
Fædd
breyta- 1304 - Ibn Battuta, marokkóskur landkönnuður (d. 1368/1377).
- 1463 - Giovanni Pico della Mirandola, ítalskur heimspekingur (d. 1494).
- 1500 - Karl 5. keisari hins Heilaga rómverska ríkis (d. 1558).
- 1536 - Klemens 8. páfi (d. 1605).
- 1557 - Matthías keisari hins Heilaga rómverska ríkis (d. 1619).
- 1619 - Charles Le Brun, franskur listmálari (d. 1690).
- 1709 - Jacques de Vaucanson, franskur uppfinningamaður (d. 1782).
- 1786 - Wilhelm Grimm, þýskur málvísindamaður. (Grimmsbræður) (d. 1859).
- 1791 - Sveinbjörn Egilsson, rektor, skáld og þýðandi (d. 1852).
- 1831 - Leo von Caprivi, þýskur stjórnmálamaður (d. 1899).
- 1836 - Winslow Homer, bandarískur listmálari (d. 1910).
- 1847 - Hans J. G. Schierbeck, landlæknir (d. 1911).
- 1871 - Sigríður Tómasdóttir, íslensk baráttukona (d. 1957).
- 1880 - Einar Arnórsson, forsætisráðherra Íslands (d. 1955).
- 1902 - Carlos Vidal, síleskur knattspyrnumaður (d. 1982).
- 1909 - Max Black, bandarískur heimspekingur (d. 1988).
- 1920 - Hjörtur Eldjárn Þórarinsson, íslenskur bóndi og félagsmálamaður (d. 1996).
- 1924 - Guðrún Á. Símonar, íslensk söngkona (d. 1988).
- 1926 - Gunnar Eyjólfsson, íslenskur leikari (d. 2016).
- 1927 - Emmanuelle Riva, frönsk leikkona.
- 1934 - Bettino Craxi, forsætisráðherra Ítalíu (d. 2000).
- 1934 - Bingu wa Mutharika, forseti Malaví (d. 2012).
- 1940 - Denis Law, skoskur knattspyrnumaður.
- 1942 - Joe Lieberman, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1945 - Barry Bostwick, bandarískur leikari.
- 1955 - Steve Jobs, bandarískur athafnamaður (d. 2011).
- 1955 - Alain Prost, franskur kappakstursmaður.
- 1956 - Judith Butler, bandarískur heimspekingur.
- 1957 - Tome, belgískur myndasagnahöfundur.
- 1960 - Óðinn Guðbrandsson, íslenskur bassaleikari, meðlimur í Taugadeildinni.
- 1961 - Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
- 1964 - Victor Ferreyra, argentínskur knattspyrnumaður.
- 1966 - Billy Zane, bandarískur leikari.
- 1968 - Mitch Hedberg, bandarískur uppistandari (d. 2005).
- 1971 - Pedro de la Rosa, spænskur formúla 1 ökuþór.
- 1976 - Zach Johnson, bandarískur golfíþróttamaður.
- 1977 - Floyd Mayweather, Jr., bandarískur hnefaleikari.
- 1981 - Lleyton Hewitt, ástralskur tennisleikari.
- 1989 - Kosta Koufos, grísk-bandarískur körfuknattsleikmaður.
- 1989 - Trace Cyrus, bandarískur gítarleikari, lagahöfundur og söngvari.
Dáin
breyta- 1157 - Jón Birgisson, fyrsti erkibiskup í Niðarósi.
- 1563 - Frans hertogi af Guise, foringi kaþólikka í Frakklandi (f. 1519).
- 1641 - Filippus Volfgang af Hanau-Lichtenberg, þýskur greifi (f. 1595).
- 1810 - Henry Cavendish, breskur vísindamaður (f. 1731).
- 1815 - Robert Fulton, bandarískur verkfræðingur (f. 1765).
- 1836 - Ólafur H. Finsen, íslenskur sýslumaður (f. 1793).
- 1925 - Hjalmar Branting, sænskur stjórnmálamaður (f. 1860).
- 1941 - Alfons 13. Spánarkonungur (f. 1886).
- 1972 - Dunganon (Karl Einarsson), íslenskur listmálari (f. 1897).
- 1993 - Bobby Moore, enskur knattspyrnumaður (f. 1941).
- 2001 - Claude Shannon, bandarískur verkfræðingur (f. 1916).
- 2003 - Alberto Sordi, ítalskur leikari (f. 1920).
- 2008 - Larry Norman, bandarískur tónlistarmaður (f. 1947).
- 2014 - Harold Ramis, bandarískur leikari og kvikmyndaleikstjóri (f. 1944).