1157
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1157 (MCLVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Þingeyraklaustur brann til kaldra kola.
- Fyrsti Suðurlandsskjálftinn sem heimildir eru um.
- Þrjú tungl sáust á lofti á Íslandi og sýndist krossmark á því sem var í miðjunni.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- 9. ágúst - Blóðveislan í Hróarskeldu. Sveinn konungur veitti meðkonungum sínum, Valdimar og Knúti, banatilræði og tókst að drepa Knút en Valdimar komst undan.
- 21. ágúst - Sancho 3. og Ferdínand 2., synir Alfons 7. Kastilíukonungs, skiptu ríkinu á milli sín við lát hans.
- 23. október - Orrustan á Grathe-heiði. Sveinn Eiríksson konungur laut í lægra haldi fyrir Valdimar meðkonungi sínum og var höggvinn.
- Valdimar mikli Knútsson varð einn konungur í Danmörku eftir dauða meðkonunga sinna.
- Skæð drepsótt kom upp í liði Friðriks Barbarossa í Róm.
- Eysteinn Erlendsson varð erkibiskup í Niðarósi.
Fædd
- 25. mars - Alfons 2. Aragóníukonungur (d. 1196).
- 8. september - Ríkharður ljónshjarta (d. 1199).
- Leópold 5., hertogi af Austurríki (d. 1194).
Dáin
- 24. febrúar - Jón Birgisson, fyrsti erkibiskup í Niðarósi.
- 9. ágúst - Knútur Magnússon, Danakonungur (f. 1129).
- 21. ágúst - Alfons 7., konungur Kastilíu (f. 1105).
- 23. október - Sveinn Eiríksson, Danakonungur (f. um 1125).
- Eysteinn Haraldsson, Noregskonungur (f. um 1125).