Edvard Beneš

Forseti Tékkóslóvakíu (1884-1948)

Edvard Beneš (28. maí 1884 – 3. september 1948) var leiðtogi í sjálfstæðisbaráttu Tékkóslóvakíu og síðar annar forseti Tékkóslóvakíu.

Edvard Beneš
Forseti Tékkóslóvakíu
Í embætti
18. desember 1935 – 5. október 1938
ForsætisráðherraMilan Hodža
Jan Syrový
ForveriTomáš Masaryk
EftirmaðurEmil Hácha
Í embætti
2. apríl 1945 – 7. júní 1948
ForsætisráðherraZdeněk Fierlinger
Klement Gottwald
ForveriHann sjálfur sem forseti útlegðarstjórnar
EftirmaðurKlement Gottwald
Forsætisráðherra Tékkóslóvakíu
Í embætti
26. september 1921 – 7. október 1922
ForsetiTomáš Masaryk
ForveriJan Černý
EftirmaðurAntonín Švehla
Persónulegar upplýsingar
Fæddur28. maí 1884
Kožlany, Bæheimi, Austurríki-Ungverjalandi
Látinn3. september 1948 (64 ára) Sezimovo Ústí, Tékkóslóvakíu
ÞjóðerniTékkóslóvakískur
StjórnmálaflokkurÞjóðernisfélagsflokkurinn
Raunsæisflokkurinn
MakiHana Benešová (1909–1948)
HáskóliKarlsháskólinn í Prag
Parísarháskóli
Sciences Po
Undirskrift

Æviágrip

breyta

Edvard Beneš fæddist inn í bændafjölskyldu í Kožlany, litlum bæ í Bæheimi, um 60 km vestan við Prag. Eftir grunnskólanám gekk hann í Karlsháskólann í Prag, þar sem hann nam heimspeki. Hann hlaut síðan frekara framhaldsnám í París, í Sorbonne og í Dijon og útskrifaðist með doktorsgráðu í lögfræði árið 1909. Frá 1913 til 1905 var hann umsjónarmaður viðskiptaháskólans í Prag og varð lektor í félagsfræði við Karlsháskólann árið 1912.

Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út tók Beneš þátt í að skipuleggja tékkóslóvakíska sjálfstæðishreyfingu og fór í útlegð til Parísar árið 1905. Hann sóttist eftir viðurkenningu Frakklands og Bretlands á sjálfstæði Tékkóslóvakíu í embætti sínu sem ritari tékkóslóvakíska þjóðarráðsins í París og síðan sem innan- og utanríkisráðherra í bráðabirgðastjórn Tékkóslóvakíu eftir stríðið.

Við lok heimsstyrjaldarinnar liðaðist austurrísk-ungverska keisaradæmið í sundur og Tékkóslóvakía varð sjálfstætt lýðveldi. Beneš sneri heim til Tékkóslóvakíu og varð utanríkisráðherra nýja ríkisins frá 1918 til 1935. Í því embætti var hann sendur í umboði Tékkóslóvakíu á friðarráðstefnuna í París 1919 þar sem samið var um Versalasamninginn. Frá 1923 til 1928 var Beneš meðlimur í stjórnarráði Þjóðabandalagsins og var forseti þess síðasta árið. Beneš varð þekktur á alþjóðavísu sem erindreki og naut virðingar bæði heima fyrir og erlendis. Frá 1921 til 1922 var hann forsætisráðherra Tékkóslóvakíu auk þess að vera utanríkisráðherra.

Beneš var meðlimur í tékkóslóvakíska Þjóðernisfélagsflokknum og var ötull talsmaður fyrir sameinaðri Tékkóslóvakíu þar sem hann taldi Tékka og Slóvaka ekki vera mismundandi þjóðir.

Árið 1935 tók Beneš við af Tomáš Masaryk [1] sem forseti Tékkóslóvakíu. Á forsetatíð hans gerðu nasistar í Þýskalandi tilkall til Súdetahéraðanna í norðurhluta Tékkóslóvakíu, þar sem flestir íbúar voru þýskumælandi. Beneš sóttist eftir stuðningi annarra Evrópuríkja gegn ágangi Þjóðverja þar sem hann vissi að Tékkóslóvakía gæti ekki unnið stríð gegn Þýskalandi ein síns liðs.[2] Bretar og Frakkar vildu hins vegar ekki fara í stríð gegn Þjóðverjum og því undirrituðu þeir München-sáttmálann árið 1938 þar sem þeir lögðu blessun sína við innlimun Þjóðverja á Súdetahéruðunum.[3]

Beneš neyddist til að segja af sér sem forseti eftir að Þjóðverjar innlimuðu Súdetahéruðin. Þjóðverjar hertóku það sem eftir var af Tékkóslóvakíu árið 1939 og Beneš fór í útlegð, fyrst til Bretlands en síðan til Bandaríkjanna. Þegar seinni heimsstyrjöldin braust út fór Beneš til London og varð leiðtogi útlegðarstjórnar Tékkóslóvakíu.

Útlegðarstjórn Beneš tók þátt í því að stýra andspyrnuhreyfingum í Tékkóslóvakíu gegn hernámi nasista. Beneš tók m. a. þátt í því að skipuleggja morðið á nasistaleiðtoganum Reinhard Heydrich í Prag árið 1942.[4] Morðið á Heydrich leiddi til grimmilegra refsiaðgerða af hálfu Þjóðverja, sem jöfnuðu m. a. tvö þorp (Lidice og Ležáky) við jörðu í hefndarskyni.

Þrátt fyrir að vera staðsettur í London í styrjöldinni átti Beneš einnig í viðræðum við Jósef Stalín og Sovétríkin á stríðsárunum. Árið 1943 reyndi hann að styrkja sambandið við Sovétríkin til að tryggja öryggi Tékkóslóvakíu og eigin pólitísku stöðu eftir stríðið.

Eftir að stríðinu lauk sneri Beneš heim til Tékkóslóvakíu og settist aftur á forsetastól. Hann stofnaði þjóðstjórn ásamt Kommúnistaflokki Tékkóslóvakíu þar sem Klement Gottwald, leiðtogi kommúnistanna, varð forsætisráðherra.[5] Eftir að Beneš komst aftur til valda stóð stjórn hans fyrir því að gera upptækar eignir Súdetaþjóðverja og flytja þá síðan nauðuga úr landinu.[5] Hann sat sem forseti til ársins 1948, en þá frömdu kommúnistar undir stjórn Gottwalds valdarán gegn stjórn Beneš. Beneš sagði nauðugur af sér þann 7. júní. Hann lést aðeins fáeinum mánuðum síðar af eðlilegum orsökum í sumarbústað sínum í Sezimovo Ústí.

Tilvísanir

breyta
  1. Preclík, Vratislav. Masaryk a legie (Masaryk and legions), váz. kniha, 219 pages, first issue vydalo nakladatelství Paris Karviná, Žižkova 2379 (734 01 Karvina, Czech Republic) ve spolupráci s Masarykovým demokratickým hnutím (Masaryk Democratic Movement, Prague), 2019, ISBN 978-80-87173-47-3, pages 6 - 30, 36 - 39, 41 - 42, 106 - 107, 111-112, 124–125, 128, 129, 132, 140–148, 184–199.
  2. Igor Lukes (1996). Czechoslovakia Between Stalin and Hitler: The Diplomacy of Edvard Beneš in the 1930s. Oxford University Press. bls. 29.
  3. „30 ár frá undirritun Münchenarsáttmálans“. Morgunblaðið. 29. september 1968. Sótt 1. júní 2019.
  4. „Skauting »Historie“ (tékkneska). Junák – svaz skautů a skautek ČR. Sótt 1. júní 2019.
  5. 5,0 5,1 Richard Crampton (18. nóvember 1999). „Central Europe Review – Book Review: The Life of Edvard Benes, 1884–1948“. Ce-review.org. Sótt 1. júní 2019.


Fyrirrennari:
Jan Černý
Forsætisráðherra Tékkóslóvakíu
(26. september 19217. október 1922)
Eftirmaður:
Antonín Švehla
Fyrirrennari:
Tomáš Garrigue Masaryk
Forseti Tékkóslóvakíu
(18. desember 19355. október 1938)
Eftirmaður:
Emil Hácha
Fyrirrennari:
Emil Hácha
Forseti Tékkóslóvakíu
(2. apríl 19457. júní 1948)
Eftirmaður:
Klement Gottwald


pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy