Friðrik af Óraníu

Friðrik Hinrik af Óraníu (29. janúar 158414. mars 1647) var yngsta barn Vilhjálms þögla og fæddist í Delft í suðurhluta Hollands sex mánuðum áður en faðir hans var myrtur. Hann tók við stjórn Hollands af bróður sínum Mórits af Nassau 1625.

Friðrik Hinrik ásamt fjölskyldu sinni á málverki eftir Gerrit van Honthorst, 1647

Friðrik vann nokkra mikilvæga sigra á her spænsku Niðurlanda þegar hann hertók Hertogenbosch 1629, Maastricht 1632, Breda 1637, Sas van Gent 1644 og Hulst 1645. Síðustu æviár sín rauf hann bandalag sitt við Frakkland og samdi um frið við Spánverja. Veikindi hans komu þó í veg fyrir að friðarsamkomulagið, sem batt endi á áttatíu ára stríðið milli Spánar og Hollands, yrði undirritað fyrr en í Münster í ársbyrjun 1648, eftir lát hans.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy