George Weah

Forseti Líberíu

George Manneh Oppong Weah (f. 1. október 1966) er líberískur stjórnmálamaður og fyrrum knattspyrnumaður. Weah var forseti Líberíu frá 2018 til 2024.

George Weah
George Weah árið 2019.
Forseti Líberíu
Í embætti
22. janúar 2018 – 22. janúar 2024
VaraforsetiJewel Taylor
ForveriEllen Johnson Sirleaf
EftirmaðurJoseph Boakai
Persónulegar upplýsingar
Fæddur1. október 1966 (1966-10-01) (58 ára)
Monróvíu, Líberíu
StjórnmálaflokkurBandalag fyrir lýðræðisbreytingum
MakiClar Weah
Börn3
HáskóliDeVry-háskóli
StarfKnattspyrnumaður, stjórnmálamaður

Æviágrip

breyta

George Weah fæddist í Monróvíu, höfuðborg Líberíu, þann 1. október árið 1966. Hann lék ungur með fjórum fótboltafélögum í Líberíu, þar á meðal Invincible Eleven,[1] en gekk síðan í fótboltalið í Kamerún þar sem hann varð meistari í fyrsta skipti árið 1988. Eftir velgengni sína í Kamerún fór Weah til Mónakó og varð þar bikarmeistari í knattspyrnu með liðinu AS Monaco FC árið 1991. Árið 1993 varð hann bikarmeistari með liðinu Paris Saint-Germain og síðan franskur meistari árið 1994. Weah þakkaði frama sinn þjálfaranum Arsène Wenger, sem hann sagði að hefði gert sig að þeim knattspyrnumanni sem hann væri.[2]

Weah vakti mikla athygli í Frakklandi með frammistöðu sinni hjá Paris Saint-Germain og því fór svo að ítalska knattspyrnufélagið AC Milan keypti hann til liðs við sig árið 1995. Hann fyllti þar í skarðið fyrir Marco van Basten, sem hafði neyðst til að hætta knattspyrnuferli sínum langt fyrir aldur fram vegna meiðsla. Weah náði mikilli velgengni sem leikmaður hjá AC Milan og vann sér orðstír sem eins konar leiðtogi hinna 350 afrísku knattspyrnumanna sem þá léku í Evrópu.[2] Árið 1995 vann Weah Gullknöttinn og var valinn besti knattspyrnumaður heims.[3]

Weah efnaðist vel á knattspyrnuferli sínum og varð annálaður fyrir örlæti og höfðingsskap í heimalandi sínu. Meðal annars greiddi Weah fyrir ferðakostnað og búninga á líberíska fótboltalandsliðið þegar það var gjaldþrota svo það gæti tekið þátt í Afríkukeppninni í knattspyrnu. Einnig fjármagnaði Weah byggingu barnaspítala í Líberíu og stofnun ungliðadeildarinnar Junior Professionals.[2]

Stjórnmálaferill

breyta

Weah lauk knattspyrnuferli sínum árið 2003 og hóf þátttöku í stjórnmálum Líberíu. Hann bauð sig fram í forsetakosningum Líberíu árið 2005[3] og náði mestu fylgi í fyrri umferð kosninganna en tapaði í seinni umferðinni fyrir Ellen Johnson Sirleaf. Þrátt fyrir miklar vinsældir í Líberíu var Weah meðal annars gagnrýndur fyrir að vera reynslulaus og ómenntaður og fyrir að hafa ekki skýra stefnu um framtíð landsins.[4] Á næstu árum eftir kosningarnar ákvað Weah því að afla sér menntunar og gekk í DeVry-háskóla í Miami, þar sem hann nam viðskiptafræði.[5][6]

Weah var kjörinn á öldungadeild líberíska þingsins árið 2014. Sem þingmaður var hann hins vegar gagnrýndur fyrir að mæta sjaldan á þingfundi og standa ekki fyrir neinum frumvörpum. Weah bauð sig aftur fram til forseta Líberíu árið 2017 og vann í þetta sinn öruggan sigur í seinni umferð gegn sitjandi varaforseta landsins, Joseph Boakai.[4] Weah tók við forsetaembættinu af Sirleaf þann 22. janúar árið 2018 og var þetta í fyrsta skipti í um sjötíu ár sem friðsamleg stjórnarskipti fóru fram í Líberíu.[7]

Weah bauð sig fram til endurkjörs í forsetakosningum Líberíu árið 2023 en tapaði í seinni umferð fyrir Joseph Boakai, sem hann hafði sigrað sex árum fyrr. Weah viðurkenndi ósigur eftir kosningarnar.[8]

Tilvísanir

breyta
  1. „Símaviðgerðamaðurinn George Weah“. Skinfaxi. 1. febrúar 1996. bls. 18.
  2. 2,0 2,1 2,2 Pjetur Sigurðsson (19. mars 1996). „„Mun líklega aldrei leika á HM". Tíminn. bls. 9.
  3. 3,0 3,1 Bogi Þór Arason (9. nóvember 2005). „„George konungur" etur kappi við „Járnfrú" Líberíu“. Morgunblaðið. bls. 14.
  4. 4,0 4,1 Þórgnýr Einar Albertsson (13. janúar 2018). „Hinn reynslulitli Weah lofar breytingum“. Fréttablaðið. bls. 16.
  5. Liberia's George Weah to Seek a College Degree. Geymt 4 janúar 2011 í Wayback Machine Voice of America. 19. júní 2007. Skoðað 24. júní 2019.
  6. George Weah gets educated in quest for election. USA Today. 11. ágúst 2010. Skoðað 24. júní 2019.
  7. „Weah tekur við embætti og friðargæslu lýkur“. Upplýsingastofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu. 23. janúar 2018. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. júní 2019. Sótt 24. júní 2019.
  8. Markús Þ. Þórhallsson (18. nóvember 2023). „Forsetinn og fótboltakappinn Weah viðurkennir ósigur“. RÚV. Sótt 18. nóvember 2023.


Fyrirrennari:
Ellen Johnson Sirleaf
Forseti Líberíu
(22. janúar 201822. janúar 2024)
Eftirmaður:
Joseph Boakai


pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy