Karl 16. Gústaf

konungur Svíþjóðar frá 1973

Karl 16. Gústaf (Carl Gustaf Folke Hubertus, fæddur 30. apríl 1946) er konungur Svíþjóðar og sjöundi sænski konungurinn af Bernadotte-ætt.

Skjaldarmerki Bernadotte-ætt Svíakonungur
Bernadotte-ætt
Karl 16. Gústaf
Karl 16. Gústaf.
Ríkisár 15. september 1973
SkírnarnafnCarl Gustaf Folke Hubertus
KjörorðFör Sverige – i tiden
Fæddur30. apríl 1946 (1946-04-30) (78 ára)
 Haga höll, Solna, Stokkhólmi
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Gústaf Adólf erfðaprins
Móðir Sibylla af Sachsen-Coburg-Gotha
DrottningSilvia Sommerlath frá Heidelberg í Þýskalandi
Börn

Hann tók við krúnunni eftir lát afa síns, Gústafs 6. Adólfs, árið 1973, en faðir hans, Gústaf Adólf erfðaprins, fórst í flugslysi þegar Karl Gústaf var aðeins níu mánaða gamall. Hann varð svo krónprins árið 1950 við lát langafa síns, Gústafs 5. Kona Gústafs erfðaprins og móðir Karls Gústafs var Sibylla af Sachsen-Coburg-Gotha.

Karl Gústaf er áhugamaður um bíla og veiðar og tekur mikinn þátt í starfi skátahreyfingarinnar í Svíþjóð. Hann er lesblindur og átti þess vegna í námserfiðleikum en lauk þó stúdentsprófi og stundaði nám við Uppsalaháskóla og Stokkhólmsháskóla.

Fjölskylda

breyta

Hann kynntist konu sinni, Silviu Sommerlath frá Heidelberg í Þýskalandi, á Ólympíuleikunum í München 1972 en þar starfaði hún sem túlkur. Þau giftust 19. júní 1976 og nefnist hún eftir það Silvía Svíadrottning. Þau eiga þrjú börn:


Fyrirrennari:
Gústaf 6. Adólf
Svíakonungur
(15. september 1973 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy