William Shakespeare
William Shakespeare (skírður 26. apríl 1564, d. 23. apríl 1616) var enskur leikari, leikskáld og ljóðskáld. Hann samdi um 38 leikrit, 154 sonnettur og önnur ljóð. Leikrit hans náðu töluverðum vinsældum meðan hann lifði og eftir að hann lést varð hann smám saman mikilvægari í samhengi bókmennta á ensku. Nú á dögum er ekki óalgengt að hann sé kallaður mesti rithöfundur á enskri tungu fyrr og síðar. Hann hefur verið kallaður þjóðskáld Englendinga eða „hirðskáldið“ (the bard).
Hið umdeilda Chandos-málverk telja sumir vera af Shakespeare. | |
Fæddur: | 26. apríl 1564 (skírður) Stratford-upon-Avon, Warwickshire, Englandi |
---|---|
Látinn: | 23. apríl 1616 Stratford-upon-Avon, Warwickshire, England |
Starf/staða: | Leikskáld, ljóðskáld, leikari |
Þjóðerni: | Enskur |
Bókmenntastefna: | Ensk endurreisnarstefna |
Þekktasta verk: | Rómeó og Júlía (1597) Hamlet (1599–1602) |
Maki/ar: | Anne Hathaway (g. 1582) |
Börn: | Susanna Hall Hamnet Shakespeare Judith Quiney |
Undirskrift: |
Shakespeare fæddist og ólst upp í bænum Stratford-upon-Avon í Warwickshire á Englandi. Þegar hann var 18 ára gamall giftist hann Anne Hathaway og átti með henni þrjú börn: Susönnu og tvíburana Hamnet og Judith. Einhvern tíma á milli 1585 og 1592 hóf hann leikferil í London, þar sem hann fékkst við leikritun og var einn eigenda leikfélagsins Lord Chamberlain's Men (síðar King's Men). Þegar hann var 49 ára (um 1613) virðist hann hafa sest í helgan stein í Stratford þar sem hann lést þremur árum síðar. Fáar heimildir eru til um einkalíf Shakespeares sem hefur fengið fræðimenn til að velta fyrir sér hlutum eins og útliti hans, kynhneigð, trúarskoðunum og hvort verkin sem honum eru eignuð hafi hugsanlega verið skrifuð af öðrum.[1][2][3]
Shakespeare skrifaði flest þekkt leikrit sín milli 1589 og 1613.[4][5] Leikritunarferli Shakespeares er stundum skipt í þrjá meginhluta; fyrstu gamanleikina og söguleikritin (t.d. Draumur á Jónsmessunótt og Hinrik IV, 1. hluti), miðtímabilið þegar hann skrifar flesta frægu harmleikina (eins og Rómeó og Júlíu, Óþelló, Makbeð, Hamlet og Lé konung) og seinni rómönsurnar (Vetrarævintýri og Ofviðrið). Síðasta tímabilið einkenndist líka af samstarfi við aðra höfunda. Mörg af leikritum hans eru endurgerðir eldri leikrita líkt og þá tíðkaðist.
Mörg af leikritum Shakespeares komu út á prenti í misgóðum og misnákvæmum útgáfum meðan hann lifði. Árið 1623 gáfu tveir vinir Shakespeares, leikararnir John Heminges og Henry Condell, út fullbúinn texta allra leikritanna hans nema tveggja í bók sem er kölluð „Fyrsta örkin“ (First Folio).[6] Formálinn var kvæði eftir Ben Jonson þar sem Shakespeare er hylltur með þeim fleygu orðum að hann væri „ekki einnar aldar, heldur allra tíma“.[6]
Áhrif
breytaVerk Shakespeares höfðu varanleg áhrif á seinni tíma leikritun og bókmenntir. Hann jók sérstaklega möguleika persónusköpunar, fléttu, málfars og textategunda.[7] Fyrir Rómeó og Júlíu voru ástarsögur ekki álitnar verðugt viðfangsefni í harmleikjum.[8] Einræður höfðu fram að því aðallega verið notaðar til að koma á framfæri upplýsingum um persónur og atburði, en Shakespeare nýtti þær til að lýsa hugarástandi persónanna.[9] Verk hans höfðu mikil áhrif á seinni tíma ljóðlist. Rómantísku skáldin reyndu að endurvekja leikritun í bundnu máli með litlum árangri. Gagnrýnandinn George Steiner lýsti öllum leikritum í bundnu máli frá Coleridge til Tennyson sem aumkvunarverðum tilbrigðum við viðfangsefni frá Shakespeare.[10]
Shakespeare hafði áhrif á skáldsagnahöfunda eins og Thomas Hardy, William Faulkner og Charles Dickens. Einræður í verkum bandaríska rithöfundarins Herman Melville eiga margt skylt við verk Shakespeares, og Ahab skipstjóri í Móbý Dick er dæmigerð harmleikjapersóna, undir áhrifum frá Lé konungi.[11] Fræðimenn hafa fundið 20.000 tónverk sem tengjast verkum Shakespeares. Meðal þeirra eru þrjár óperur eftir Giuseppe Verdi, Makbeð, Óþelló og Falstaff, sem njóta álíka mikillar virðingar og upprunalegu leikritin.[12] Shakespeare hefur líka haft áhrif á myndlistarmenn eins og rómantísku málarana og forrafaelítana. Svissneski rómantíski listamaðurinn Henry Fuseli, sem var vinur William Blake, þýddi jafnvel Makbeð á þýsku.[13] Sálgreinandinn Sigmund Freud nýtti sér verk Shakespeares, sérstaklega Hamlet, til að útskýra kenningar sínar um eðli mannsins.[14]
Á dögum Shakespeares voru ensk málfræði, stafsetning og framburður ekki eins stöðluð og þau eru í dag,[15] og málnotkun hans átti þátt í mótun nútímaensku.[16] Samuel Johnson vitnaði oftar í hann en nokkurn annan höfund í orðabókinni A Dictionary of the English Language, sem var fyrsta "alvöru" enska orðabókin.[17] Orðatiltæki eins og „with bated breath“ (Kaupmaðurinn í Feneyjum) og „a foregone conclusion“ (Óþelló) hafa orðið hluti af hversdagslegri ensku.[18][19]
Áhrifa Shakespeares gætir langt út fyrir landsteina Englands og enskumælandi lönd. Viðtökur verka hans í Þýskalandi voru til dæmis mikilvægar. Allt frá 18. öld var hann þýddur og settur upp og varð smám saman hluti af Weimar-klassíkinni. Christoph Martin Wieland var sá fyrsti sem vann heildarþýðingu á verkum Shakespeare.[20][21] Leikarinn og leikhússtjórinn Simon Callow segir að snilligáfa Shakespeares hafi verið bæði bresk og alþjóðleg, svo aðrir menningarheimar hafi orðið að bregðast við fordæmi hans, og hafi að mestu tekið því fagnandi. Hann skrifar jafnframt að margar af áhrifamestu uppsetningum verka hans hafi verið á öðrum tungumálum og utan Evrópu.[22]
Samkvæmt Heimsmetabók Guinness er Shakespeare söluhæsta leikskáld heims, þar sem talið er að leikrit hans og ljóð hafi selst í yfir 4 milljörðum eintaka á þeim 400 árum sem liðin eru frá dauða hans. Hann er líka þriðji mest þýddi rithöfundur sögunnar.[23]
Íslenskar þýðingar
breytaÝmsir hafa fengist við að þýða Shakespeare á íslensku, svo sem Matthías Jochumsson, Steingrímur Thorsteinsson, Helgi Hálfdanarson, Daníel Á. Daníelsson og Þórarinn Eldjárn. Helgi Hálfdanarson er sá eini sem hefur þýtt öll leikrit Shakepeares og telja margir þýðingar hans einstakar. Helgi viðheldur stakhendu (blank verse) frumtextans, en notar auk þess stuðla í hverri línu, en sumstaðar stuðla og höfuðstaf. Daníel Á. Daníelsson, læknir á Dalvík, þýddi allar sonnettur Shakespeares.
Tilvísanir
breyta- ↑ Shapiro 2005, bls. xvii–xviii.
- ↑ Schoenbaum 1991, bls. 41, 66, 397–398, 402, 409.
- ↑ Taylor 1990, bls. 145, 210–223, 261–265.
- ↑ Chambers 1930a, bls. 270–271.
- ↑ Taylor 1987, bls. 109–134.
- ↑ 6,0 6,1 Greenblatt & Abrams 2012, bls. 1168.
- ↑ Chambers 1944, bls. 35.
- ↑ Levenson 2000, bls. 49–50.
- ↑ Clemen 1987, bls. 179.
- ↑ Steiner 1996, bls. 145.
- ↑ Bryant 1998, bls. 82.
- ↑ Gross 2003, bls. 641–642.
- ↑ Paraisz 2006, bls. 130.
- ↑ Bloom 1995, bls. 346.
- ↑ Cercignani 1981.
- ↑ Crystal 2001, bls. 55–65, 74.
- ↑ Wain 1975, bls. 194.
- ↑ Johnson 2002, bls. 12.
- ↑ Crystal 2001, bls. 63.
- ↑ „How Shakespeare was turned into a German“. DW.com. 22. apríl 2016.
- ↑ „Unser Shakespeare: Germans' mad obsession with the Bard“. The Local. 22. apríl 2016.
- ↑ „Simon Callow: What the Dickens? Well, William Shakespeare was the greatest after all...“. The Independent. Sótt 2. september 2020.
- ↑ „William Shakespeare:Ten startling Great Bard-themed world records“. Guinness World Records. 23. apríl 2014.
Heimildir
breyta- Chambers, E.K. (1930a). William Shakespeare: A Study of Facts and Problems. 1. bindi. Oxford: Clarendon Press. ISBN 978-0-19-811774-2. OCLC 353406.
- Greenblatt, Stephen; Abrams, Meyer Howard, ritstjórar (2012). Sixteenth/Early Seventeenth Century. The Norton Anthology of English Literature. 2. bindi. W.W. Norton. ISBN 978-0-393-91250-0.
- Schoenbaum, S. (1991). Shakespeare's Lives. Oxford: Oxford University Press. ISBN 978-0-19-818618-2.
- Shapiro, James (2005). 1599: A Year in the Life of William Shakespeare. London: Faber and Faber. ISBN 978-0-571-21480-8.
- Taylor, Gary (1987). William Shakespeare: A Textual Companion. Oxford: Oxford University Press. ISBN 978-0-19-812914-1.
- Taylor, Gary (1990). Reinventing Shakespeare: A Cultural History from the Restoration to the Present. London: Hogarth Press. ISBN 978-0-7012-0888-2.
- Peter Ackroyd, Shakespeare. The Biography, London 2006: Vintage, ISBN 978-0-7493-8655-9.
- RalphBerry, Changing Styles in Shakespeare, London 2005: Routledge, ISBN 0-415-35316-5.
- David Bevington, Shakespeare, Oxford 2002: Blackwell, ISBN 0-631-22719-9.
- Fausto Cercignani, Shakespeare's Works and Elizabethan Pronunciation, Oxford 1981: Clarendon Press, ISBN 0-19-811937-2.
- E. K. Chambers, The Elizabethan Stage, 2, Oxford 1923: Clarendon Press, ISBN 0-19-811511-3.
- David Cressy, Education in Tudor and Stuart England, New York 1975: St Martin's Press, ISBN 0-7131-5817-4.
- Roland Mushat Frye, The Art of the Dramatist, London 2005; New York: Routledge, ISBN 0-415-35289-4.
- Frank Kermode, The Age of Shakespeare, London 2004: Weidenfeld & Nicholson, ISBN 0-297-84881-X.
- Joseph Pequigney, Such Is My Love. A Study of Shakespeare's Sonnets, Chicago 1985: University of Chicago Press, ISBN 0-226-65563-6.
- Irving Ribner, The English History Play in the Age of Shakespeare, London 2005: Routledge, ISBN 0-415-35314-9.
- Samuel Schoenbaum, William Shakespeare: Records and Images, Oxford 1981: Oxford University Press, ISBN 978-0-19-520234-2.
- Michael Wood, Shakespeare, New York 2003: Basic Books, ISBN 0-465-09264-0.