Ásbjörn dettiás
Útlit
Ásbjörn dettiás var Gunnbjarnarson, Ingjaldssonar. Hann var faðir Finnboga ramma, garps og vígamanns sem Finnboga saga ramma fjallar um. Hann var efnaður bóndi á Eyri á Flateyjardal. Hann var mágur Þorgeirs Ljósvetningagoða og sagt að hann hafi deilt með honum goðorði, en hann var kvæntur Þorgerði systur Þorgeirs, og segir Finnboga saga að hún hafi verið „kvenna vænst og skörungur mikill“, en um Ásbjörn segir hún að hann hafi verið maður „norrænn að ætt og hinna ágætustu manna“.
Í Landnámu er Ásbjörn dettiás sagður sonur Eyvindar Loðinssonar, sem nam Flateyjardal en Finnboga saga segir Ásbjörn sjálfan hafa verið landnámsmann.