Fara í innihald

Ís

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fjögra tonna ísblokk í Jökulsárlóni
Grýlukerti

Ís eða klaki er vatn í föstu formi. Hamskiptin eiga sér stað þegar vatn í vökvaformi er kælt niður fyrir 0 °C (273,15 K, 32 °F) við staðalþrýsting. Ís getur myndast við hærri hitastig við aukinn þrýsting, og helst sem vökvi eða gufa niður að -30 °C við lægri þrýsting. Ís sem myndaður er við hærri þrýsting hefur öðruvísi kristallagerð heldur en venjulegur ís.

Ís, vatn og gufa geta verið til saman við þrípunktinn, sem að fyrir þetta kerfi er 273,16 K og þrýstingur 611,73 Pa.

Óvenjulegt séreinkenni íss við eina loftþyngd er það að fasta formið er um 8% minna þétt en vatn í vökvaformi. Ís hefur eðlismassann 0,917 g/cm³ við 0 °C, en vatn 0,9998 g/cm³ við sama hitastig. Vatn er þéttast, nákvæmlega 1,00 g/cm³ við 4 °C og verður minna þétt er vatnssameindirnar byrja að mynda sexhyrnda ískristalla er hitastigið fellur niður í 0 °C (Til gamans má geta að orðið „kristall“ á uppruna sinn í gríska orðinu yfir frost). Þetta kemur af því að vetnistengingar myndast milli vatnssameindanna, sem að raða upp sameindunum á óhagkvæmilegri hátt (eftir rúmmáli) þegar vatnið er frosið. Þetta veldur því að ís flýtur á vatni, sem að er mikilvægur þáttur í veðurfari Jarðar.

Sem kristallskennt fast efni, er ís talinn sem steinefni.


pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy