Þórdís Björnsdóttir
Útlit
Þórdís Björnsdóttir (f. 7. ágúst 1978 í Reykjavík) er íslenskt ljóðskáld. Haustið 2004 gaf hún út sína fyrstu ljóðabók, Ást og appelsínur, sem hlaut mjög góðar viðtökur bæði lesenda og gagnrýnanda.
Skömmu eftir útgáfu bókarinnar var verkið sett á svið á Akureyri í leikstjórn Arnars Inga Gíslasonar. Þar flutti höfundur verkið utanbókar, en aðrir sem að verkinu komu voru dansarar, leikarar, tónlistar- og fimleikafólk. Sýningar voru alls fjórar.
Árið 2006 kom út ljóðabókin Og svo kom nóttin hjá Nýhil. Ári síðar sendi Þórdís frá sér ljóðabókina Í felum bak við gluggatjöldin og í kjölfarið fylgdi skáldsagan Saga af bláu sumri sem Bókaútgáfan Bjartur gaf út.
Verk
[breyta | breyta frumkóða]Ljóðabækur
[breyta | breyta frumkóða]- 2004 - Ást og appelsínur
- 2006 - Og svo kom nóttin
- 2007 - Í felum bakvið gluggatjöldin
- 2012 - Nötur gömlu nútíðarinnar (undir höfundarnafninu Emmalyn Bee)
Leikgerðir
[breyta | breyta frumkóða]- 2004 - Ást og appelsínur
Prósar
[breyta | breyta frumkóða]- 2006 - Vera & Linus (ásamt Jesse Ball)
Skáldsögur
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Ljóð á vefsíðu Nýhil[óvirkur tengill]
- Stutt lýsing á höfundi Geymt 27 september 2007 í Wayback Machine eftir bandaríska skáldið Jesse Ball.
- Vefsíða Geymt 9 mars 2016 í Wayback Machine
- Bókmenntavefurinn
- Um verk hennar (á spænsku og frönsku) Geymt 7 mars 2016 í Wayback Machine