Fara í innihald

Þórdís Björnsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þórdís Björnsdóttir (f. 7. ágúst 1978 í Reykjavík) er íslenskt ljóðskáld. Haustið 2004 gaf hún út sína fyrstu ljóðabók, Ást og appelsínur, sem hlaut mjög góðar viðtökur bæði lesenda og gagnrýnanda.

Skömmu eftir útgáfu bókarinnar var verkið sett á svið á Akureyri í leikstjórn Arnars Inga Gíslasonar. Þar flutti höfundur verkið utanbókar, en aðrir sem að verkinu komu voru dansarar, leikarar, tónlistar- og fimleikafólk. Sýningar voru alls fjórar.

Árið 2006 kom út ljóðabókin Og svo kom nóttin hjá Nýhil. Ári síðar sendi Þórdís frá sér ljóðabókina Í felum bak við gluggatjöldin og í kjölfarið fylgdi skáldsagan Saga af bláu sumri sem Bókaútgáfan Bjartur gaf út.

Ljóðabækur

[breyta | breyta frumkóða]
  • 2004 - Ást og appelsínur
  • 2006 - Og svo kom nóttin
  • 2007 - Í felum bakvið gluggatjöldin
  • 2012 - Nötur gömlu nútíðarinnar (undir höfundarnafninu Emmalyn Bee)

Leikgerðir

[breyta | breyta frumkóða]
  • 2004 - Ást og appelsínur

Skáldsögur

[breyta | breyta frumkóða]
  • 2007 - Saga af bláu sumri
  • 2009 - Sónata fyrir svefninn
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy