Fara í innihald

Þjóðarflokkurinn (Spánn)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þjóðarflokkurinn
Partido Popular
Fylgi 33,05%¹
Forseti Alberto Núñez Feijóo
Aðalritari Teodoro García Egea
Þingflokksformaður Dolors Montserrat (neðri deild)
Ignacio Cosidó (efri deild)
Stofnár 1989; fyrir 36 árum (1989)
Höfuðstöðvar C/ Génova, 13 28004 Madríd, Spáni
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Íhaldsstefna, kristileg lýðræðishyggja, efnahagsfrjálslyndi, einveldishyggja
Einkennislitur Blár  
Sæti á neðri þingdeild
Sæti á efri þingdeild
Sæti á Evrópuþinginu
Vefsíða www.pp.es
¹Fylgi í þingkosningum 2023

Þjóðarflokkurinn eða Lýðflokkurinn (spænska: Partido Popular eða PP) er spænskur stjórnmálaflokkur sem var stofnaður árið 1989 á grunni stjórnmálaflokksins Alianza Popular eða AP en sá flokkur var stofnaður af og starfaði undir forystu Manuel Fraga Iribarne sem var innanríkisráðherra og ferðamálaráðherra í stjórnartíð Francos. Þessi nýi flokkur sameinaði íhaldsöfl í AP og ýmsa smærri flokka kristilega demókrata og frjálshyggjuflokka. PP er félagi í hinu miðju- og hægrisinnaða bandalagi Evrópska þjóðarflokksins (EPP) og þeir 16 evrópuþingmenn sem PP hefur sitja í EPP-hópnum. PP er einnig félagi í the Centrist Democrat International and the International Democrat Union og einn af stofnfélögum í Robert Schuman Institute for Developing Democracy in Central and Eastern Europe.

Partido Popular var í ríkisstjórn frá 1996 til 2004 og var forsætisráðherra þá José María Aznar.

Partido Popular tapaði miklu fylgi í kosningum 2004 og flokkurinn Partido Socialista Obrero Español (PSOE) komst þá í forustu. Aðeins þremur dögum fyrir kjördag varð hryðjuverkaárás í Madríd þann 11. mars 2004 og sitjandi ríkisstjórn kenndi umsvifalaust sjálfstæðishreyfingu Baska ETA um árásina. Það kom svo í ljós að árásin var gerð að undirlagi al-Kaída. Því var haldið fram að ríkisstjórnin hefði kennt ETA um árásina eftir að hafa vegið og metið hvað myndi valda sem minnstu fylgistapi á kjördag. Spænska ríkisstjórnin undir forustu Partido Popular hafði tekið þátt í innrás og stríði í Írak undir forustu Bandaríkjanna og var sú þátttaka afar óvinsæl hjá spænskum almenningi. Þegar ljóst var að al-Kaída stóð bak við hryðjuverkin þá snerist almenningsálit á þann veg að talið var að ríkisstjórnin hefði blekkt almenning og er talið að það hafi haft úrslitaáhrif á hið mikla fylgistap PP í kosningunum 2004. Í kosningum árið 2008 vann PP mikið á en náði ekki að hrekja stjórn PSOE frá völdum.

Í kosningum árið 2011 fékk PP 44.62% atkvæða og 186 sæti í þinginu Congreso de los Diputados en PSOE hrökklaðist frá völdum og tapaði 59 þingmönnum.

Ríkisstjórn PP samþykkti í árslok 2011 niðurskurðaráætlun en með henni voru laun opinberrra starfsmanna fryst, vinnuvikan var færð niður í 37,5 klukkustundir og ekki leyft að ráða nýja opinbera starfsmenn nema á sviði öryggismála, heilsu- og menntamála. Felldar voru úr gildi húsaleigubætur fyrir ungt fólk og lágmarkslaun voru fryst og skattar hækkaðir.

Í kosningum árið 2019 missti PP mikið fylgi og fékk einungis 16.7% og varð þriðji stærsti flokkurinn en stærsti flokkurinn varð PSOE og næststærsti flokkurinn Ciudadanos. Flokknum gekk nokkuð betur þegar aðrar kosningar voru haldnar í nóvember sama ár og varð næststærsti flokkurinn á eftir sósíalistum.[1] Flokkurinn varð aftur stærstur á þinginu eftir kosningar árið 2023 en tókst þó ekki að mynda ríkisstjórn.[2]

  • Greinin Partido Popular á dönsku wikipedia

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Atli Ísleifsson (10. nóvember 2019). „Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni“. Vísir. Sótt 11. nóvember 2019.
  2. Heimir Már Pétursson (24. júlí 2023). „Stjórnarkreppa að loknum kosningum á Spáni“. Vísir. Sótt 9. nóvember 2023.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy