Fara í innihald

Accademia della Crusca

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Biblioteca Riccardiana í Flórens tilheyrir Accademia della Crusca.

Accademia della Crusca (ítalska: „hismisakademían“) er sjálfstæð ítölsk menntastofnun sem nýtur þeirrar stöðu að vera yfirvald um ítalska tungu. Í akademíunni starfa textafræðingar og málfræðingar sem fást við rannsóknir á ítölsku máli.

Akademían var upphaflega stofnuð af hópi rithöfunda, skálda og lögfræðinga í Flórens árið 1583 beinlínis í andstöðu við hinar alvarlegu klassísku áherslur Accademia di Firenze sem naut verndar erkihertogans. Nafnið vísar til þess að viðfangsefni ademíunnar voru „hismi“, þ.e. ekki alvarleg viðfangsefni. Hún var því hugsuð sem eins konar andakademía. Upphaflega gekk starf félagsins líka helst út á veisluhöld. Eftir formlega stofnun tók hún þó brátt að sér það verkefni sem hún hefur haldið síðan; að varðveita hreinleika og kynna fegurð hinnar toskönsku tungu eins og hún birtist hjá rithöfundum 14. aldar. Fyrsta orðabókin sem akademían gaf út, orðabókin Vocabolario degli Accademici della Crusca, kom út 1612 og innihélt aðeins þann orðaforða sem kom fyrir í ritum frægra 13. og 14. aldar rithöfunda og einstaka nýrri höfunda eins og Niccoló Machiavellis. Skýring nafnsins breyttist líka í það að markmið hennar væri að skilja hismið frá korninu; þ.e. málhreinsun. Tilgangur akademíunnar varð því að móta ítölskuna á grundvelli klassískra fyrirmynda fremur en alþýðumáls, gagngert í þeim tilgangi að gera hana að vinsælu bókmennta- og stjórnsýslumáli.

  Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy