Fara í innihald

Alain Robbe-Grillet

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alain Robbe-Grillet, 2002

Alain Robbe-Grillet (18. ágúst 192218. febrúar 2008) var franskur rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður. Hann er, ásamt Nathalie Sarraute, Michel Butor og Claude Simon, einn af upphafsmönnum nýju skáldsögunnar sem gerði uppreisn gegn lögmálum hinnar hefðbundnu skáldsögu sem þau töldu að tilheyrði 19. öldinni. Robbe-Grillet skrifaði skáldsögur þar sem frásögnin var ekki til staðar og sagan byggð á hreinum yfirborðslýsingum á bæði persónum og umhverfi. Hann byggir upp spennu í verkunum með því að lýsa sömu aðstæðum eða sama umhverfi aftur og aftur með litlum breytingum. Í gegnum lýsingarnar fær lesandinn tilfinningu fyrir einhvers konar rofi, t.d. vísbendingu um glæp.

Robbe-Grillet hóf feril í kvikmyndum með handriti fyrir kvikmynd Alain Resnais, Síðasta ár í Marienbad (1961) sem er ein af þekktustu kvikmyndum frönsku nýbylgjunnar á 7. áratugnum. Í kjölfarið leikstýrði Robbe-Grillet einum sjö myndum sjálfur.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy