Fara í innihald

Alert

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Loftslagsrannsóknastöðin í Alert.

Alert er byggð nyrst í Núnavút-sjálfstjórnarhéraðinu í Kanada sem talin er nyrsta byggða ból í heimi með varanlega búsetu. Staðurinn er 817 kílómetra frá Norðurpólnum og tólf kílómetra frá norðausturodda Ellesmere-eyjar. Næsti kaupstaður er Iqaluit, höfuðstaður Núnavút, sem er í 2.092 km fjarlægð.

Samkvæmt manntali sem tekið var í Kanada 2006 voru þá fimm manns með fasta búsetu í Alert. Fleiri hafa þó aðsetur þar um stundarsakir því þar er ratsjárstöð á vegum Kanadahers, veðurathugunarstöð og rannsóknarstöð sem sinnir loftslagsrannsóknum. Þar er einnig flugvöllur.

Meðalhiti í Alert í júlí er aðeins 3,3°C en í febrúar -29,8°C. Heimskautanótt ríkir í Alert frá því í október fram í febrúarbyrjun og sést sólin þá ekki, en miðnætursólar nýtur frá því í byrjun apríl fram í septemberbyrjun.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy