Fara í innihald

André Maschinoti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

André Maschinot (f. 28. júní 1903 - 10. mars 1963) var franskur knattspyrnumaður sem keppti með franska landsliðinu á fyrstu heimsmeistarakeppninni árið 1930. Hann varð fyrsti leikmaðurinn í sögu HM til að skora tvö mörk í einum og sama leiknum.

Ævi og ferill

[breyta | breyta frumkóða]

André Maschinot fæddist í Búrgund-Franche-Comté-héraðinu í norðaustur Frakklandi og hóf að leika fyrir héraðsliðið US Belfort fyrir tvítugt. Árið 1927 gekk hann til liðs við AS Strasbourg og tveimur árum síðar fór hann í herbúðir stórliðsins Sochaux þar sem hann lék næstu átta árin og varð meðal annars Frakklandsmeistari árið 1935.

Hann lék fimm landsleiki á árunum 1927 til 1930. Þeir síðustu voru tveir fyrstu leikir Frakka á HM í Úrúgvæ. Maschinot skoraði tvö síðustu mörk sinna manna í 4:1 sigri á Mexíkó í upphafsleik keppninnar. Hann var aftur í leikmannahópnum þegar Frakkar töpuðu fyrir Argentínumönnum í næsta leik og voru því í raun úr leik. Maschinot var svo tekin úr liðinu fyrir lokaleikinn gegn Síle.

Maschinot lést tæplega sextugur að aldri í Colmar í Frakklandi.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy