Fara í innihald

Antoni Grabowski

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Antoni Grabowski

Antoni Grabowski (11. júní 1857 í Nowe Dobre nálægt Chełmno – 4. juli 1921 í Varsjá) var pólskur efnaverkfræðingur og virkur í Esperanto-hreyfingunni í árdögum hennar. Þýðingar hans skiptu miklu máli við þróun Esperanto sem bókmenntamáls.

Menntun og starfsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Stuttu eftir fæðingu hans flutti fjölskylda Grabowskis frá Nowe Dobre til Thorn (Toruń). Sökum fátæktar foreldra sinna varð Grabowski að byrja að vinna stuttu að hafa lokið barnaskóla. Þrátt fyrir það lærði hann fyrir og tók inntökupróf í framhaldsskóla, sem hann stóðst og vel það. Við Nicolaus Copernicusar-skólan í Thorn sýndi það sig að hann var langtum fróðari en flestir jafnaldrar hans og var tvisvar sinnum hækkaður upp um bekk. Árið 1879 bættist fjárhagur fjölskyldunnar og eftir að ljúka stúdentsprófi sínu gat Grabowski stundað nám í heimspeki og náttúrufræði við Háskólann í Breslau (Wrocław).

Eftir það vann hann sem efnaverkfræðingur í Zawiercie og og á nokkrum öðrum stöðum sem nú eru í Tékklandi, og í Ivanovo-Voznesensk í Rússlandi, 250 km fyrir norðan Moskvu.

Á meðan hélt hann áfram rannsóknum sínum á efnafræðilegum vandamálum. Hann varð frægur á meðal sérfræðinga á því sviði um alla Evrópu fyrir ýmsar uppfinningar og tæknilegar nýjunar. Grabowski átti sæti í nefnd sem átti að þýða tæknileg heiti yfir á pólsku. Nokkrum árum síðar eða 1906 kom út bók hans Słownik chemiczny, sem var fyrsta pólska efnafræðiorðabókin.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy