Fara í innihald

Aretha Franklin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aretha Franklin
Franklin árið 1968
Fædd
Aretha Louise Franklin

25. mars 1942(1942-03-25)
Dáin16. ágúst 2018 (76 ára)
Störf
  • Söngvari
  • lagahöfundur
  • píanóleikari
  • upptökustjóri
Ár virk1954–2017
Maki
  • Ted White
    (g. 1961; sk. 1969)
  • Glynn Turman
    (g. 1978; sk. 1984)
Börn4
Tónlistarferill
UppruniDetroit, Michigan, BNA
Stefnur
Hljóðfæri
  • Rödd
  • píanó
Útgefandi
Vefsíðaarethafranklin.net
Undirskrift
Aretha Franklin

Aretha Louise Franklin (25. mars 1942 – 16. ágúst 2018) var bandarísk söngkona sem einkum söng gospel-, sálar- og ryþmablústónlist. Hún hefur oft verið nefnd drottning sálartónlistarinnar. Hún er sú kona sem hefur fengið næstflest Grammyverðlaun, á eftir Alison Krauss. Franklin fæddist í Tennesseefylki í Bandaríkjunum en ólst upp í Detroit, Michigan. Pabbi hennar var prestur og sem barn söng hún ásamt systrum sínum í kirkjukórnum í kirkjunni hans. Þær sungu fyrst inn á upptöku fjórtán ára að aldri. Hún átti nokkur vinsæl lög í upphafi sjöunda áratugsins hjá Columbia útgáfufyrirtækinu, „Rock-a-bye Your Baby with a Dixie Melody“ þeirra frægast. Árið 1967 skipti hún yfir til Atlantic útgáfufyrirtækisins og þá komst hún fyrst almennilega á skrið. Meðal þekktustu laga sem Franklin hefur sungið eru „Respect“, „(You Make Me Feel Like) A Natural Woman“ og „I Say a Little Prayer“ (sem hafði þegar verið gefið út í flutningi Dionne Warwick).

Franklin lést á heimili sínu í Detroit þann 16. ágúst 2018. Banamein hennar var briskrabbamein.[2]

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Aretha: With the Ray Bryant Combo (1961)
  • The Electrifying Aretha Franklin (1962)
  • The Tender, the Moving, the Swinging Aretha Franklin (1962)
  • Laughing on the Outside (1963)
  • Unforgettable: A Tribute to Dinah Washington (1964)
  • Runnin' Out of Fools (1964)
  • Yeah!!! (1965)
  • Soul Sister (1966)
  • Take It Like You Give It (1967)
  • I Never Loved a Man the Way I Love You (1967)
  • Aretha Arrives (1967)
  • Lady Soul (1968)
  • Aretha Now (1968)
  • Soul '69 (1969)
  • Soft and Beautiful (1969)
  • This Girl's in Love with You (1970)
  • Spirit in the Dark (1970)
  • Young, Gifted & Black (1972)
  • Hey Now Hey (The Other Side of the Sky) (1973)
  • Let Me in Your Life (1974)
  • With Everything I Feel in Me (1974)
  • You (1975)
  • Sparkle (1976)
  • Sweet Passion (1977)
  • Almighty Fire (1978)
  • La Diva (1979)
  • Aretha (1980)
  • Love All the Hurt Away (1981)
  • Jump to It (1982)
  • Get It Right (1983)
  • Who's Zoomin' Who? (1985)
  • Aretha (1986)
  • Through the Storm (1989)
  • What You See Is What You Sweat (1991)
  • A Rose Is Still a Rose (1998)
  • So Damn Happy (2003)
  • This Christmas, Aretha (2008)
  • Aretha: A Woman Falling Out of Love (2011)
  • Aretha Franklin Sings the Great Diva Classics (2014)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Unterberger, Richie. „Aretha Franklin | Biography & History“. AllMusic. Sótt 23. september 2018.
  2. Aretha Franklion er látin Vísir, skoðað 16. ágúst, 2018
  Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy