Arnór Smárason
Arnór Smárason | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Arnór Smárason | |
Fæðingardagur | 7. september 1988 | |
Fæðingarstaður | Akranes, Ísland | |
Hæð | 1.84cm | |
Leikstaða | Sóknarmiðjumaður Kantmaður | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Valur | |
Númer | 88 | |
Yngriflokkaferill | ||
ÍA Molde FK SC Heerenveen | ||
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2008-10 | SC Heerenveen | 25 (5) |
2010-13 | Esbjerg fB | 60 (14) |
2013-15 | Helsingborgs IF | 56 (12) |
2015 | → FC Torpedo Moscow (Lán) | 11 (2) |
2016-2018 | Hammarby IF | 60 (9) |
2018-2020 | Lilleström SK | 36 (11) |
2021 | Valur | 0 )0= |
Landsliðsferill2 | ||
2003-04 2005-07 2007-11 2008- |
Ísland U17 Ísland U19 Ísland U21 Ísland |
11 (2) 16 (5) 10 (2) 23 (3) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Arnór Smárason (f. 7. september 1988) er íslenskur atvinnumaður í knattspyrnu sem spilar sem sóknarmiðjumaður og kantmaður hjá Val. Arnór hóf sinn atvinnumannaferil hjá hollenska liðinu SC Heerenveen árið 2007 og varð bikarmeistari með liðinu árið 2009. Arnór hefur einnig spilað fyrir danska liðið Esbjerg fB, þar sem að hann varð bikarmeistari 2013, sænska liðið Helsingborgs IF, Lilleström SK og rússneska liðið FC Torpedo Moscow.
Arnór hefur spilað fyrir öll yngri landslið Íslands auk A landsliðsins.
Knattspyrnuferill
[breyta | breyta frumkóða]2008-2010: Heerenveen
[breyta | breyta frumkóða]Arnór skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning 9. september 2007 hjá hollenska liðinu SC Heerenveen, þá 19 ára.[1] Hann hafði verið á mála hjá unglingaliði liðsins frá 15 ára aldri.[2] Arnór var í fyrsta skipti í hóp hjá aðalliðinu og spilaði sinn fyrsta leik tímabilið 2007-08, hann spilaði áfram fyrir varaliðið sem fyrirliði. Í apríl 2008 skrifaði Arnór undir nýjan þriggja ára samning við félagið.[3] Í lok tímabils hafði Arnór spilað tvo leiki fyrir aðalliðið.
Arnór var í aðalliðshóp Heerenveen tímabilið 2008-09. Arnór spilaði sinn fyrsta evrópuleik þegar að hann kom inná sem varamaður gegn portúgalska liðinu Vitória F.C. 18. september.[4] Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið þann 18. október í 2-2 jafntefli gegn Roda JC í hollensku úrvalsdeildinni.[5] Lið Heerenveen átti gott tímabil í úrvalsdeildinni þar sem að liðið endaði í 5. sæti. Í bikarkeppninni gekk liðinu enn betur og fór alla leið í bikarúrslitinn þar sem að liðið sigraði lið FC Twente. Arnór sat allan tímann á varamannabekknum í leiknum.[6] Í lok tímabils hafði Arnór spilað 27 leiki í öllum keppnum og skoraði í þeim 5 mörk.
Vegna erfiðra meiðsla missti Arnór af mestum hluta tímabilsins 2009-10. Hann sneri aftur til æfinga í lok mars 2010 en þá var ljóst að Arnór myndir yfirgefa liðið að tímabili loknu.[7] Arnór spilaði einungis tvo aðalliðsleiki á tímabilinu en komst ekki á blað.
2010-13: Esbjerg
[breyta | breyta frumkóða]Arnór samdi við danska liðið Esbjerg fb í júní 2010. Samningurinn var til þriggja ára.[8] Arnór fór beint í byrjunarliðið hjá Esbjerg og spilaði sinn fyrsta leik í opnunarleik dönsku úrvalsdeildarinnar 2010-11 gegn Odense boldklub.[9] Arnór skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið þann 28. ágúst 2010 gegn Silkeborg IF í deildinni.[10] Arnór spilaði 24 af 33 leikjum Esbjerg í deildinni en liðið endaði á botninum og féll niður í dönsku 1. deildina.
Eftir vonbrigði 2010-11 tímabilsins fór Esbjerg vel af stað í dönsku fyrstu deildinni 2011-12. Liðið vann 6 af fyrstu 7 leikjunum og var Arnór ýmist í byrjunarliðinu eða kom inná sem varamaður. Hans fyrsta mark kom 18. september gegn Skive IK.[11] Eftir mikla yfirburði í deildinni vann Esbjerg sér sæti í dönsku úrvalsdeildinni þegar sex umferðir voru eftir.[12] Arnór spilaði 19 leiki í öllum keppnum og skoraði 5 mörk.
Arnór var í fyrsta skipti í byrjunarliðinu tímabilið 2012-13 í 3. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Arnór var tekin útaf á 90. mínútu eftir að hafa skorað eitt mark.[13] Hnémeiðsli ollu því að Arnór missti að hluta til af fyrri hluta mótsins. Hann kom til baka 8. nóvember í bikarsigri gegn Aalborg BK. Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem að Arnór skoraði úr sinni spyrnu.[14] Arnór fékk fá tækifæri í byrjunarliðinu hjá Esbjerg mestan hluta móts en byrjaði þó seinustu 7 leiki liðsins í deildinni og skoraði í þeim 5 mörk. Þann 9. maí varð Arnór danskur bikarmeistari með Esbjerg eftir 1-0 sigur á Randers FC. Arnór var í byrjunarliðinu en var tekin útaf í uppbótartíma.[15] Arnór yfirgaf félagið við lok samnings síns um sumarið 2013.[16]
2013-14: Helsingborg
[breyta | breyta frumkóða]Arnór gekk til liðs við sænska liðið Helsingborgs IF á þriggja ára samningi í júlí 2013.[17] Arnór spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið þann 15. júlí þegar að hann kom inná sem varamaður í deildarleik gegn Östers Växjö IF.[18] Hans fyrsta mark kom 5. ágúst í tapleik gegn Djurgardens IF, en Helsingborg sat á toppi deildarinnar á þeim tímapunkti.[19] Arnór spilaði 14 af seinustu 15 leikjum liðsins í deildinni og skoraði 4 mörk.
Arnór var á bekknum í fyrsta deildarleik tímabilsins 2014 gegn Djurgarden. Á 40. mínútu leiksins brutust út óeirðir á leiknum eftir að fréttir bárust um það að stuðningsmaður Djurgarden hefði látist í slagsmálum fyrir leik. Leikurinn var flautaður af stuttu seinna.[20] Arnór var að mestu í byrjunarliðinu hjá Helsingborg bæði sem sóknarmaður og hægri kantmaður. Þann 18. maí spilaði Helsingborg til úrslita í danska bikarnum gegn IF Elfsborg. Arnór var á sínum stað í byrjunarliðinu en liðið tapaði leiknum 1-0 og þurfti að sætta sig við silfurverðlaunin.[21] Arnór spilaði 27 af 33 leikjum liðsins í deildinni og skoraði í þeim 3 mörk ásamt því að skora 2 mörk í 6 bikarleikjum.
Í Janúar 2015 tilkynnti Helsingborg Arnóri að liðið væri að leitast eftir því að selja leikmanninn þrátt fyrir að hann ætti enn tvö ár eftir af samningi. Liðið var í fjárhagsvandræðum og þóttu laun Arnórs of há.[22]
2015: Torpedo Moscow (Lán)
[breyta | breyta frumkóða]Arnór gekk til liðs við rússneska liðið FC Torpedo Moscow á láni þann 27. febrúar 2015.[23] Arnór skoraði sitt fyrsta mark í sínum fyrsta leik fyrir liðið gegn FC Zenit Saint Petersburg. Arnór jafnaði í 1-1 í uppbótartíma eftir að hafa komið inná sem varamaður.[24] Þann 6. apríl í deildarleik gegn FC Arsenal Tula brutust út slagsmál meðal stuðningsmanna og þurfti að stöðva leik meðan að óeirðalögreglan skakkaði leikinn. Líkt og í Svíþjóð ári áður var Arnór meðal varamanna í leiknum.[25] Arnór og liðsfélagar hans fóru í verkfall þann 19. maí vegna ógreiddra launa frá því í janúar. Liðið sat þá á botni deildarinnar.[26] Arnór spilaði 11 leiki á lánstíma sínum hjá Torpedo Moscow, að mestu sem varamaður, og skoraði í þeim 2 mörk. Liðið endaði í 15. sæti í deildinni og féll.
2015: Helsingborg
[breyta | breyta frumkóða]Þrátt fyrir nokkur tilboð eftir góða lánsdvöl í Rússlandi sneri Arnór aftur til Helsingborg.[27] Í fyrsta leik sínum eftir endurkomu skoraði Arnór þriðja mark Helsingborgar í 3-1 sigri á AIK.[28] Arnór vann sér fljótt sæti í byrjunarliðinu og spilaði 14 af síðustu 15 leikjum liðsins í deildinni og skoraði í þeim 5 mörk. Í desember 2015 eftir að Arnór hafði samið við Hammarby IF hrósaði Henrik Larsson þjálfari Helsingborg Arnóri í hástert. Hann sagði meðal annars „Arnór er mjög góður leikmaður en fyrst og fremst er hann einn mesti atvinnumaður sem ég hef kynnst á ferlinum“.[29]
2016-2018: Hammarby
[breyta | breyta frumkóða]Arnór gekk til liðs við sænska liðið Hammarby IF þann 10. desember 2015 og skrifaði undir þriggja ára samning.[30] Arnór spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið þann 21. febrúar 2016 í bikarleik gegn Syrianska IF. Hans fyrsta mark kom í 8-liða úrslitum bikarsins gegn AIK þann 15. mars. Markið var einkar glæsilegt, viðstöðulaust skot innan teigs í fjærhornið eftir langa sendingu utan af kanti.[31] Arnór spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Hammarby þann 4. apríl 2016 þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Östersunds FK. Arnór var í byrjunarliðinu og spilaði allar 90 mínúturnar.[32]
Landsleikjaferill
[breyta | breyta frumkóða]2003-04: U17
[breyta | breyta frumkóða]Arnór á að baki 11 leiki fyrir U17 ára lið Íslands og skoraði í þeim 2 mörk. Hann var í hópnum sem að spilaði í undankeppninni fyrir evrópumót U17 ára liða 2004 og 2005. Í ágúst 2004 vann Arnór til silfurverðlauna með U17 ára liðinu á Norðurlandamótinu. Liðið tapaði úrslitaleiknum gegn dönum 3-0 og var Arnór í byrjunarliðinu.[33]
2005-07: U19
[breyta | breyta frumkóða]Arnór á að baki 16 leiki fyrir U19 ára lið Íslands og skorað í þeim 5 mörk. Hans fyrsta mark kom í undankeppninni fyrir evrópumót U19 2006 þann 5. október 2005 gegn Króatíu.[34] Arnór var einnig í hópnum sem að spilaði í undankeppninni og milliriðlunum fyrir evrópumót U19 2007.[35] Þar skoraði Arnór 3 mörk.
2007-11: U21
[breyta | breyta frumkóða]Arnór var fyrst kallaður í U21 ára lið Íslands fyrir leik gegn Austurríki í undankeppninni fyrir evrópumót U21 2009 þann 16. október 2007.[36] Þar spilaði hann sinn fyrsta leik fyrir liðið. Hans fyrsta mark fyrir U21 ára liðið kom í leik gegn Belgíu í sömu undankeppni þann 20. nóvember 2007.[37] Arnór var í 23. manna hópnum sem að fór á lokakeppni evrópumótsins 2011 í Danmörk þar sem að liðið endaði í þriðja sæti síns riðils og missti af sæti í undanúrslitunum.[38] Arnór spilaði tvo af þremur leikjum liðsins, hann byrjaði fyrsta leik liðsins gegn Hvíta Rússlandi en kom inná sem varamaður í þriðja leiknum gegn Danmörk.[39] Í heildina á Arnór 10 leiki fyrir U21 árs liðið og hefur skorað í þeim 2 mörk.
2008-: A landsliðið
[breyta | breyta frumkóða]Arnór spilaði sinn fyrsta leik fyrir A landslið Íslands þann 28. maí 2008 í vináttuleik gegn Wales. Arnór kom inná sem varamaður á 80. mínútu.[40] Hans fyrsta mark fyrir liðið kom þann 11. febrúar 2009 í vináttuleik gegn Liechtenstein. Arnór var í byrjunarliðinu og kom liðinu í 1-0 á 28. mínútu.[41] Arnór spilaði 4 leiki, tvo í byrjunarliðinu, í undankeppninni fyrir heimsmeistaramótið 2010. Hann spilaði einnig 2 leiki í undankeppninni fyrir evrópumótið 2012. Annað mark Arnórs fyrir A landsliðið kom í vináttuleik gegn Japan þann 24. febrúar 2012. Markið kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma seinni hálfleiks.[42]
Tölfræði
[breyta | breyta frumkóða]Félagslið
[breyta | breyta frumkóða]Tölfræði uppfærð 26. april 2016[43]
Tímabil | Lið | Deild | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Holland | Deild | KNVB Cup | Evrópa Play-off | Evrópa | Heild | |||||||
2007-08 | Heerenveen | Eredivisie | 2 | 0 | 1 | 0 | 1 | 0 | — | 3 | 0 | |
2008-09 | 21 | 5 | 3 | 0 | — | 5 | 0 | 29 | 5 | |||
2009-10 | 2 | 0 | — | — | — | 2 | 0 | |||||
Heild | 25 | 5 | 3 | 0 | 1 | 0 | 5 | 0 | 34 | 5 | ||
Danmörk | Deild | DBU Pokalen | Annað | Evrópa | Heild | |||||||
2010-11 | Esbjerg | Superligaen | 24 | 3 | 1 | 0 | — | — | 25 | 3 | ||
2011-12 | 1. division | 18 | 5 | 1 | 0 | — | — | 19 | 5 | |||
2012-13 | Superligaen | 18 | 6 | 5 | 0 | — | — | 23 | 6 | |||
Heild | 60 | 14 | 7 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 67 | 14 | ||
Svíþjóð | Deild | Svenska Cupen | Supercupen | Evrópa | Heild | |||||||
2013 | Helsingborg | Allsvenskan | 15 | 4 | 1 | 1 | — | — | 16 | 5 | ||
2014 | 27 | 3 | 6 | 2 | — | — | 33 | 5 | ||||
2015 | 14 | 5 | 1 | 1 | — | — | 15 | 6 | ||||
Heild | 56 | 12 | 8 | 4 | 0 | 0 | 0 | 0 | 64 | 16 | ||
Rússland | Deild | Russian Cup | Annað | Evrópa | Heild | |||||||
2015 | Torpedo Moscow | Premier Liga | 11 | 2 | — | — | — | 11 | 2 | |||
Svíþjóð | Deild | Svenska Cupen | Supercupen | Evrópa | Heild | |||||||
2016 | Hammarby | Allsvenskan | 5 | 1 | 5 | 2 | — | — | 10 | 3 | ||
Leikjaferill Heild | 157 | 34 | 23 | 6 | 1 | 0 | 5 | 0 | 186 | 40 |
Landslið
[breyta | breyta frumkóða]Tölfræði uppfærð 31. mars 2016[44]
A landslið | ||
---|---|---|
Ár | Leikir | Mörk |
2008 | 3 | 0 |
2009 | 4 | 1 |
2010 | 2 | 0 |
2011 | 3 | 0 |
2012 | 2 | 1 |
2013 | 2 | 0 |
2014 | 1 | 0 |
2015 | 0 | 0 |
2016 | 1 | 0 |
Heild | 18 | 2 |
Verðlaun
[breyta | breyta frumkóða]Félagslið
[breyta | breyta frumkóða]- KNVB Cup (1): 2009
- DBU Pokalen (1): 2013
Vefsíður
[breyta | breyta frumkóða]- KSÍ Arnór Smárason Félagsmaður hjá KSÍ
- Hammarby IF Geymt 14 febrúar 2016 í Wayback Machine Arnór Smárason hjá Hammarby
- Total Football Umboðsmenn Arnórs Smárasonar
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Arnór með atvinnusamning hjá Heerenveen“. Morgunblaðið. Sótt 27. mars 2016.
- ↑ „Arnór Smárason til úrvalsdeildarliðsins Heerenveen í Hollandi“. Morgunblaðið. Sótt 27. mars 2016.
- ↑ „Heerenveen semur á ný við Arnór“. Morgunblaðið. Sótt 27. mars 2016.
- ↑ „VITÓRIA SETÚBAL VS. HEERENVEEN 1 - 1“. Soccerway. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. ágúst 2017. Sótt 27. mars 2016.
- ↑ „RODA JC VS. HEERENVEEN 2 - 2“. Soccerway. Sótt 27. mars 2016.[óvirkur tengill]
- ↑ „Arnór bikarmeistari með Heerenveen“. Morgunblaðið. Sótt 27. mars 2016.
- ↑ „Arnór fær sig lausan í vor“. Morgunblaðið. Sótt 27. mars 2016.
- ↑ „Arnór Smárason til Esbjerg (Staðfest)“. Fótbolti.net. Sótt 28. mars 2016.
- ↑ „Alka Superligaen - OB 3-0 Esbjerg“. Transfermarkt. Sótt 28. mars 2016.
- ↑ „Alka Superligaen - Esbjerg 2-1 Silkeborg“. Transfermarkt. Sótt 28. mars 2016.
- ↑ „Bet25 Liga - Skive IK 0-4 Esbjerg“. Transfermarkt. Sótt 28. mars 2016.
- ↑ „Arnór Smárason upp um deild með Esbjerg“. Fótbolti.net. Sótt 28. mars 2016.
- ↑ „Alka Superligaen Esbjerg fB 1-2 SönderjyskE“. Transfermarkt. Sótt 29. mars 2016.
- ↑ „Arnór Smárason skoraði úr víti fyrir Esbjerg“. Fótbolti.net. Sótt 29. mars 2016.
- ↑ „Arnór Smárason danskur bikarmeistari“. Fótbolti.net. Sótt 29. mars 2016.
- ↑ „Arnór Smárason yfirgefur Esbjerg“. Fótbolti.net. Sótt 29. mars 2016.
- ↑ „Arnór Smárason í Helsingborg (Staðfest)“. Fótbolti.net. Sótt 29. mars 2016.
- ↑ „Allsvenskan - Helsingborgs IF 3-0 Östers Växjö IF“. Transfermarkt. Sótt 29. mars 2016.
- ↑ „Svíþjóð: Arnór skoraði í tapi toppliðsins“. Fótbolti.net. Sótt 29. mars 2016.
- ↑ „Þetta var alveg hræðilegt“. Morgunblaðið. Sótt 31. mars 2016.
- ↑ „Elfsborg lagði Helsingborg og tryggði sér bikarinn“. Fótbolti. Sótt 31. mars 2016.
- ↑ „Arnóri sagt að leita sér að nýju liði“. Morgunblaðið. Sótt 31. mars 2016.
- ↑ „Arnór Smárason til Torpedo Moskvu (Staðfest)“. Fótbolti.net. Sótt 31. mars 2016.
- ↑ „Glæsimark Arnórs gegn Zenit (myndband)“. Morgunblaðið. Sótt 31. mars 2016.
- ↑ „Allt sauð upp úr á leik hjá Arnóri: Menn eru klikkaðir“. Fótbolti.net. Sótt 31. mars 2016.
- ↑ „Arnór og félagar neituðu að æfa“. Fótbolti.net. Sótt 31. mars 2016.
- ↑ „Arnór Smára hafnar tilboðum frá fjarlægari löndum“. Fótbolti.net. Sótt 31. mars 2016.
- ↑ „Glæsimark Arnórs - myndskeið“. Morgunblaðið. Sótt 31. mars 2016.
- ↑ „Henrik Larsson: Arnór einn mesti atvinnumaður sem ég þekki“. Fótbolti.net. Sótt 31. mars 2016.
- ↑ „Arnór Smárason til Hammarby (Staðfest)“. Fótbolti.net. Sótt 31. mars 2016.
- ↑ „Myndband: Glæsilegt mark Arnórs Smárasonar“. Fótbolti.net. Sótt 31. mars 2016.
- ↑ „Match | Hammarby - Östersunds FK“. Hammarby IF. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. apríl 2016. Sótt 5. apríl 2016.
- ↑ „U17 landsliðið fékk silfrið á Norðurlandamótinu“. Fótbolti.net. Sótt 31. mars 2016.
- ↑ „U19 ára lið Íslands óheppið að tapa gegn Króötum“. Fótbolti.net. Sótt 31. mars 2016.
- ↑ „U-19 ára landslið Íslands sem fer til Svíþjóðar“. Fótbolti.net. Sótt 31. mars 2016.
- ↑ „Þrír nýliðar í U21 árs landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Austurríki“. Fótbolti.net. Sótt 31. mars 2016.
- ↑ „U21 karla - EM 09 riðlakeppni“. KSÍ. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. mars 2016. Sótt 31. mars 2016.
- ↑ „U21 árs landsliðshópur Íslands sem fer á EM“. Fótbolti.net. Sótt 31. mars 2016.
- ↑ „U21 landslið karla - EM 2011 úrslit A riðill“. KSÍ. Sótt 31. mars 2016.
- ↑ „A karla - VL 2008 - Íslands 0-1 Wales“. KSÍ. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. mars 2016. Sótt 31. mars 2016.
- ↑ „A karla - VL 2009 - Liechtenstein 0-2 Ísland“. KSÍ. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. mars 2016. Sótt 31. mars 2016.
- ↑ „Myndaveisla: Japan vann Ísland í vináttuleik“. Fótbolti.net. Sótt 31. mars 2016.
- ↑ „Arnór Smárason“. Transfermarkt. Sótt 29. mars 2016.
- ↑ „Arnór Smárason“. KSÍ. Sótt 31. mars 2016.