Fara í innihald

Bandý

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bandýleikur
Stöðluð bandýkúla. Á henni eru 26 göt með jöfnu millibili, hvert 10 mmþvermáli. Kúlan sjálf er 72 mm að þvermáli og 23 gþyngd. Á kúlunni eru 1.516 dældir, sem minnka loftmótstöðu hennar og núning við völlinn

Bandý er innanhúss hóp- og boltaíþrótt spiluð með plastkylfum þar sem markmiðið er að koma lítilli plastkúlu (kölluð bandýkúla) í mark andstæðingsins.

Í bandý eru sex menn í liði, þar af einn markmaður og hafa þeir allir fyrir utan markmanninn kylfu til að stjórna og skjóta kúlunni, en markmaðurinn ver markið með höndum og fótum. Leikmenn mega ekki viljandi nota hendur eða höfuð til að stjórna kúlunni, en leyfilegt er að snerta hana einu sinni í einu með fótunum (oftast til að stoppa hana), en ekki má skora mörk með fótunum eða gefa kúluna með þeim. Núverandi Íslandsmeistari í bandý er Bandýfélag Kópavogs.

Staðlaður bandývöllur

Algengast er að bandývöllur sé 40 metrarlengd og 20 metrar að breidd en einnig er leyfilegt að spila á 36 · 18 m velli og 44 · 22 m velli. Völlurinn skal afmarkaður af 50 cm háu spjaldi með rúnnuðum hornum.

Leiktími er 3 · 20 mínútur með 10 mínútna hléum, leiktími er stöðvaður ef dómari stöðvar leikinn og heldur áfram þegar leikurinn byrjar aftur.

Hvert lið má hafa mest 20 leikmenn þar af 6 á vellinum í einu, skiptingar eru leyfðar hvenær sem er í leiknum og hefur hvert lið ótakmarkaðar skiptingar.

Leikmenn skulu vera í samstæðum búningum sem samanstanda af treyju, stuttbuxum og hnésokkum, einnig skulu þeir vera í innanhússíþróttaskóm,

Íslandsmeistaramót hafa verið haldin frá árinu 2005, þar sem leiknir voru styttri leikir en venja er. Laugardaginn 26. september 2009 hófst formleg deildarkeppni í fyrsta sinn með leiki í fullri lengd og voru fjögur lið skráð til keppni. Bandýfélag Kópavogs stóð uppi sem sigurvegari fyrsta tímabilið.

  • „Opinberu bandýreglurnar“ (PDF). Sótt 18. október 2005.
  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy