Fara í innihald

Bangkok

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bangkok.

Bangkoktaílensku: Krung Thep, กรุงเทพฯ) er höfuðborg og stærsta borg Taílands. Árið 2010 var íbúafjöldi hennar 8.249.117. Borgin er staðsett á austurbakka Chao Phraya ár stuttu áður en hún rennur út í Taílandsflóa. Hún var í upphafi hafnar- og viðskiptamiðstöð undir stjórn þáverandi höfuðborgar (sem hét Ayutthaya) og hét þá Bang Makok. Þegar þáverandi höfuðborg féll í hendur Búrma árið 1767 var höfuðborgin flutt á vesturbakka árinnar og var þar þangað til Rama I konungur byggði kastala sinn á austurbakkanum og endurnefndi borgina Krung Thep (sem þýðir Borg englanna). Í dag á nafnið Bangkok opinberlega aðeins við um lítinn hluta borgarinnar en er enn notað á vesturlöndum yfir hana alla. Bangkok er mjög fjölþjóðleg borg, með mikið af innflytjendum. Talið er að 50% íbúa borgarinnar eigi ættir sínar að rekja til Kína. Bangkok er efnahagsleg miðstöð Taílands, þar eru allir helstu bankar landsins með höfuðstöðvar og flestra annarra stórfyrirtækja landsins. Ímynd borgarinnar á vesturlöndum er þó oft ansi neikvæð þar sem hún er þekkt fyrir að vera mikil miðstöð ólöglegra útgáfa á tónlist, kvikmyndum og öðru höfundaréttarvörðu efni.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy