Benedikt Gröndal (f. 1924)
Benedikt Gröndal | |||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Forsætisráðherra Íslands | |||||||||||||||||
Í embætti 15. október 1979 – 8. febrúar 1980 | |||||||||||||||||
Forseti | Kristján Eldjárn | ||||||||||||||||
Forveri | Ólafur Jóhannesson | ||||||||||||||||
Eftirmaður | Gunnar Thoroddsen | ||||||||||||||||
Utanríkisráðherra Íslands | |||||||||||||||||
Í embætti 1. september 1978 – 8. febrúar 1980 | |||||||||||||||||
Forsætisráðherra | Ólafur Jóhannesson Hann sjálfur | ||||||||||||||||
Forveri | Einar Ágústsson | ||||||||||||||||
Eftirmaður | Ólafur Jóhannesson | ||||||||||||||||
Formaður Alþýðuflokksins | |||||||||||||||||
Í embætti 1974–1980 | |||||||||||||||||
Forveri | Gylfi Þ. Gíslason | ||||||||||||||||
Eftirmaður | Kjartan Jóhannsson | ||||||||||||||||
Alþingismaður | |||||||||||||||||
| |||||||||||||||||
Bæjarfulltrúi í Reykjavík | |||||||||||||||||
| |||||||||||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||||||||||
Fæddur | 7. júlí 1924 Hvilft í Önundarfirði, Íslandi | ||||||||||||||||
Látinn | 20. júlí 2010 (86 ára) Eir hjúkrunarheimili, Grafarvogi, Íslandi | ||||||||||||||||
Stjórnmálaflokkur | Alþýðuflokkurinn | ||||||||||||||||
Maki | Heidi Gröndal (g. 1947) | ||||||||||||||||
Börn | 3 | ||||||||||||||||
Háskóli | Harvard-háskóli Oxford-háskóli | ||||||||||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Benedikt Gröndal (7. júlí 1924 – 20. júlí 2010) var forsætisráðherra Íslands fyrir Alþýðuflokkinn frá 15. október 1979 til 8. febrúar 1980. Hann var utanríkisráðherra 1978 til 1980, alþingismaður frá 1956 til 1982 og formaður Alþýðuflokksins frá 1974 til 1980.
Benedikt var sonur Sigurðar Gröndal yfirkennara í Reykjavík og konu hans Mikkelínu Maríu Sveinsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1943, BA-prófi í sagnfræði frá Harvard-háskóla 1946. Með námi og að því loknu var hann blaðamaður á Alþýðublaðinu, síðan ritstjóri Samvinnunnar 1951-1958 og ritstjóri Alþýðublaðsins 1959-1969.
Benedikt varð landskjörinn þingmaður Borgfirðinga fyrir Alþýðuflokkinn 1956-1959. Hann var síðan þingmaður Vesturlands 1959-1978 og þingmaður Reykvíkinga 1978-1982. Hann var formaður Alþýðuflokksins 1974-1980. Þegar hann lét af þingmennsku 1982 var hann skipaður sendiherra í Svíþjóð og starfaði hjá utanríkisþjónustunni til 1991. Hann sendi frá sér nokkrar bækur um stjórnmál, utanríkismál og sagnfræði.
Benedikt lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi þann 20. júlí árið 2010.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Benedikt Gröndal látinn“. Vísir. 20. júlí 2010. Sótt 27. desember 2024.
Fyrirrennari: Ólafur Jóhannesson |
|
Eftirmaður: Gunnar Thoroddsen | |||
Fyrirrennari: Einar Ágústsson |
|
Eftirmaður: Ólafur Jóhannesson |
- Kjörnir Alþingismenn 1951-1960
- Kjörnir Alþingismenn 1971-1980
- Fólk fætt árið 1924
- Fólk dáið árið 2010
- Fastafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum
- Formenn Alþýðuflokksins
- Forsætisráðherrar Íslands
- Íslenskir blaðamenn
- Íslenskir ritstjórar
- Íslenskir sagnfræðingar
- Íslenskir sendiherrar
- Stúdentar úr Menntaskólanum í Reykjavík
- Utanríkisráðherrar Íslands
- Varaformenn Alþýðuflokksins
- Þingmenn Alþýðuflokksins