Fara í innihald

Benedikt Gröndal (f. 1924)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Benedikt Gröndal
Forsætisráðherra Íslands
Í embætti
15. október 1979 – 8. febrúar 1980
ForsetiKristján Eldjárn
ForveriÓlafur Jóhannesson
EftirmaðurGunnar Thoroddsen
Utanríkisráðherra Íslands
Í embætti
1. september 1978 – 8. febrúar 1980
ForsætisráðherraÓlafur Jóhannesson
Hann sjálfur
ForveriEinar Ágústsson
EftirmaðurÓlafur Jóhannesson
Formaður Alþýðuflokksins
Í embætti
1974–1980
ForveriGylfi Þ. Gíslason
EftirmaðurKjartan Jóhannsson
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
1956 1959  Borgarfjörður  Alþýðufl.
1959 1978  Vesturland  Alþýðufl.
1978 1982  Reykjavík  Alþýðufl.
Bæjarfulltrúi í Reykjavík
frá til    flokkur
1950 1954  Alþýðufl.
Persónulegar upplýsingar
Fæddur7. júlí 1924
Hvilft í Önundarfirði, Íslandi
Látinn20. júlí 2010 (86 ára) Eir hjúkrunarheimili, Grafarvogi, Íslandi
StjórnmálaflokkurAlþýðuflokkurinn
MakiHeidi Gröndal (g. 1947)
Börn3
HáskóliHarvard-háskóli
Oxford-háskóli
Æviágrip á vef Alþingis

Benedikt Gröndal (7. júlí 192420. júlí 2010) var forsætisráðherra Íslands fyrir Alþýðuflokkinn frá 15. október 1979 til 8. febrúar 1980. Hann var utanríkisráðherra 1978 til 1980, alþingismaður frá 1956 til 1982 og formaður Alþýðuflokksins frá 1974 til 1980.

Benedikt var sonur Sigurðar Gröndal yfirkennara í Reykjavík og konu hans Mikkelínu Maríu Sveinsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1943, BA-prófi í sagnfræði frá Harvard-háskóla 1946. Með námi og að því loknu var hann blaðamaður á Alþýðublaðinu, síðan ritstjóri Samvinnunnar 1951-1958 og ritstjóri Alþýðublaðsins 1959-1969.

Benedikt varð landskjörinn þingmaður Borgfirðinga fyrir Alþýðuflokkinn 1956-1959. Hann var síðan þingmaður Vesturlands 1959-1978 og þingmaður Reykvíkinga 1978-1982. Hann var formaður Alþýðuflokksins 1974-1980. Þegar hann lét af þingmennsku 1982 var hann skipaður sendiherra í Svíþjóð og starfaði hjá utanríkisþjónustunni til 1991. Hann sendi frá sér nokkrar bækur um stjórnmál, utanríkismál og sagnfræði.

Benedikt lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi þann 20. júlí árið 2010.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Benedikt Gröndal látinn“. Vísir. 20. júlí 2010. Sótt 27. desember 2024.


Fyrirrennari:
Ólafur Jóhannesson
Forsætisráðherra Íslands
(15. október 19798. febrúar 1980)
Eftirmaður:
Gunnar Thoroddsen
Fyrirrennari:
Einar Ágústsson
Utanríkisráðherra
(1. september 19788. febrúar 1980)
Eftirmaður:
Ólafur Jóhannesson


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy