Fara í innihald

Blanka af Namur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Blanka drottning með Magnús son sinn. Málverk eftir Albert Edelfelt frá 1877.

Blanka af Namur (um 13201363) var drottning Svíþjóðar og Noregs og kona Magnúsar smeks Eiríkssonar konungs. Hún var elsta dóttir Jóhanns 1., markgreifa af Namur (nú í Belgíu), og konu hans Maríu af Artois.

Ekki er vitað hvernig á því stóð að Magnús konungur leitaði sér kvonfangs í Namur en hann gerði sér ferð þangað frá Noregi árið 1334 til að biðja Blönku. Gengið var frá trúlofuninni og Magnús sneri heim um haustið. Ári síðar kom Blanka til Noregs og brúðkaupið fór fram í október eða nóvember 1335. Hún var krýnd í júlí árið eftir í Stokkhólmi. Samtímaheimildir lýsa henni sem fagurri og gáfaðri konu. Blanka og Magnús áttu tvo syni, Eirík, sem ákveðið var að fengi Svíþjóð í sinn hlut, og Hákon, sem erfði norsku krúnuna. Þrjár dætur þeirra dóu ungar.

Sögusagnir voru um að Magnús smek væri samkynhneigður og svo mikið er víst að Bengt Algotsson, hertogi af Finnlandi, var í miklu uppáhaldi hjá honum. Samband Magnúsar og Blönku virðist þó hafa verið gott og hún hafði ýmis pólitísk áhrif. Það varð þó til þess að hún var nokkuð umdeild. Árið 1359 gengu til dæmis sögur um að hún hefði eitrað fyrir tengdadóttur sinni, Beatrix af Bæjaralandi, og jafnvel einnig fyrir Eiríki syni sínum, en hann dó um sumarið og kona hans um jólin. Nú er þó talið að þau hafi bæði dáið úr plágu.

Heilög Birgitta, sem var fengin til að kenna Blönku þegar hún kom fyrst til Svíþjóðar, hafði horn í síðu drottningar og hataðist við Eirík konung. Hún sakaði drottningu um ótryggð og hélt því jafnvel fram að Bengt Algotsson væri elskhugi bæði konungs og drottningar.

Blanka dó rétt eftir brúðkaup Hákonar sonar síns og Margrétar dóttur Valdimars atterdags, en það fór fram 9. apríl 1363.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy