Fara í innihald

Bloomsbury-hópurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bloomsbury-hópurinn (Bloomsbury Group) var félagsskapur nokkurra enskra rithöfunda, menntamanna, heimspekinga og listamanna á fyrri helmingi 20. aldar. Í upphafi samanstóð hann einkum af vinum og kunningjum sem höfðu verið við nám í Cambridge-háskóla eða tengdust honum á einn eða annan hátt og bjuggu í eða í nágrenni Bloomsbury-hverfisins í London. Meðlimirnir voru gagnrýnir á ríkjandi viðhorf í ensku samfélagi samtíma síns og höfðu með verkum sínum mikil áhrif á samfélagsumræðu, bókmenntir, fagurfræði, listir og hagfræði.

Helstu meðlimir Bloomsbury-hópsins voru: Clive Bell (listfræðingur og gagnrýnandi), Vanessa Bell (listmálari), E. M. Forster (rithöfundur), Roger Fry (listmálari og gagnrýnandi), Duncan Grant (listmálari), John Maynard Keynes (hagfræðingur), Desmond MacCarthy (rithöfundur og gagnrýnandi), Lytton Strachey (rithöfundur og gagnrýnandi), Leonard Woolf (rithöfundur, gagnrýnandi og útgefandi), Virginia Woolf (rithöfundur).

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy