Fara í innihald

Burger King

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Burger King staður á Spáni.

Burger King er bandarísk skyndibitakeðja sem að selur hamborgara og allskyns skyndibita. Fyrsti staðurinn var opnaður árið 1953 í Miami í Flórída. Árið 2024 rekur keðjan um 19,200 veitingastaði um allan heim í yfir hundrað löndum. Burger King var starfandi á Íslandi frá 2004 til 2008.

Í ágúst 2003 var fyrst tilkynnt um komu Burger Kings til landsins.[1] Fyrsti veitingastaður Burger King hér á landi var opnaður þann 18. febrúar 2004 í Smáralind í Kópavogi.[2] Þann 16. desember 2004 opnaði annar Burger King staður í útibúi Essó í Ártúnsholti í Reykjavík, að Straumi 9, þar sem að í dag er N1.[3] Báðir veitingastaðir Burger Kings á Íslandi lokuðu þann 30. desember 2008 vegna vandamála með innflutning á hráefnum.[4] Tankur ehf. rak Burger King á Íslandi.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Burger King í Smáralind síðar á árinu“. www.mbl.is. Sótt 29. júní 2024.
  2. „Burger King Smáralind - Myndasafn mbl.is“. www.mbl.is. Sótt 29. júní 2024.
  3. „Dagblaðið Vísir - DV - 273. tölublað (02.12.2004) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 29. júní 2024.
  4. „Síðasti sjéns til þess að fá sér Burger King á Íslandi - Vísir“. visir.is. 30. desember 2008. Sótt 29. júní 2024.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy