Fara í innihald

Clannad

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Clannad á Leeds Folk Festival árið 1982.
Clannad á sviði.
Moya Brennan.
Noel Duggan
Pádraig Duggan.

Clannad er írsk hljómsveit sem stofnuð var árið 1970 í Gweedore, County Donegal, Írlandi. hljómsveitin spilar blöndu af írskri þjóðlagatónlist og nýaldartónlist. Hljómsveitin hefur einnig blandað í seinni tíð poppi, jazzi og gregórískum söng í tónlistina. Hljómsveitin var stofnuð af systkinunum Moya Brennan, Ciarán Brennan og Pól Brennan ásamt frændum þeirra; tvíburabræðrunum Noel Duggan og Pádraig Duggan. Árin 1980–1982 var yngri systir Brennan systkina, Enya, með hljómsveitinni en hún hóf árangursríkan sólóferil eftir veru sína í bandinu. Clannad syngur á aðallega á gelísku og ensku. Lag þeirra, Theme from Harry's Game, er eina topplagið í Bretlandi sem hefur alfarið verið sungið á gelísku.

Árið 2020 hugðist hljómsveitin halda kveðjutúr en hann frestaðist vegna Covid-19 um 2-3 ár.

  • Ciarán Brennan: Bassi, gítar, hljómborð, mandólín og söngur.
  • Moya Brennan: Söngur og harpa.
  • Pól Brennan: Flauta, gítar, ásláttarhljóðfæri og söngur.
  • Noel Duggan : Gítar og söngur.

Fyrrum meðlimir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Pádraig Duggan (1949–2016, dáinn): Gítar, mandóla, mandólín og söngur.
  • Enya Brennan (1980-1982): Söngur, hljómborð og ásláttarhljóðfæri.

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • 1973: Clannad
  • 1975: Clannad 2
  • 1976: Dúlamán
  • 1980: Crann Úll
  • 1981: Fuaim
  • 1983: Magical Ring
  • 1984: Legend
  • 1985: Macalla
  • 1987: Sirius
  • 1989: Atlantic Realm
  • 1989: The Angel and the Soldier Boy
  • 1990: Anam
  • 1993: Banba
  • 1996: Lore
  • 1997: Landmarks
  • 2013: Nádúr
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy