Fara í innihald

Cogito, ergo sum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Cogito, ergo sum, á íslensku „ég hugsa, þess vegna er ég“ er heimspekileg fullyrðing sem René Descartes setti fram. Descartes ritaði fullyrðinguna í bók sinni Orðræðu um aðferð (franska Discours de la méthode pour bien conduire sa raison, et chercher la verité dans les sciences) sem kom fyrst út á frönsku árið 1637. Upphaflega var því fullyrðingin „je pense, donc je suis“, en Descartes var óánægður með útgáfuna og þýddi verkið síðar yfir á latínu en latneska þýðingin kom út árið 1656.

Hugmyndin sem orðin cogito ergo sum fela í sér er venjulega eignuð Descartes, en margir forverar hans höfðu komið orðum að svipaðri hugmynd — einkum Ágústínus kirkjufaðir í ritinu Um borg guðs (lat. De Civitate Dei) (XI, 26: Ac proinde haec cognitio, ego cogito, ergo sum, est omnium prima et certissima ...).

  • Cogito ergo sum (latína):
  • Cogito er sagnorð í framsöguhætti (indicativus) fyrstu persónu, nútíð, eintölu og myndi á íslensku vera þýtt sem ‚ég hugsa‘ — en í latínu er ‚ég‘ gefið í cogito.
  • Ergo er atviksorð sem þýðir gróflega ‚þar af leiðir‘, ‚því‘ eða ‚þess vegna‘.
  • Sum er sögnin ‚að vera‘ í fyrstu persónu, eintölu og þýðir ‚ég er‘.
  • Poto ergo sum — Ég drekk, þess vegna er ég.
  • I think, therefore I do sums — Ég hugsa, þess vegna legg ég saman tölur; orðaleikur og miskilningur úr bókum Terry Pratchetts Discworld.
  • Cogito, ergo cogito — Ég hugsa, þess vegna hugsa ég.
  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy