Fara í innihald

Dínamít

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skýringarmynd af dínamíttúbu
A. Sag (eða rakadræg efni eins og kísilgúr) vætt í nítróglyserín.
B. Varnarlag umhverfis sprengiefnið
C. Hvellhetta.
D. Rafmagnskapall eða sprengjuþráður tengdur við hvellhettuna.

Dínamít er sprengiefni sem Alfred Nobel fann upp. Hann fann leið til að tempra sprengikraft nítróglyseríns með því að setja það í kísilgúr. Nobel fékk einkaleyfi og auðgaðist mjög á þessari uppfinningu en hann hafði samviskubit af því hvernig uppfinningar hans nýttust í stríði og ákvað því að verja eignum sínum til velferðar mannkynsins og eru Nóbelsverðlaunin hluti af því.

Dínamít er blanda sem í eru þrír hlutar af nítróglyseríni og einn hluti af kísilgúr. Í þetta er svo blandað matarsóda. Þessi blanda var mótuð í stuttan sívalning og vafin inn í pappír. Óblandað nítróglýserin er afar öflugt sprengiefni og getur sprungið ef það verður fyrir hnjaski og því er mjög hættulegt að flytja það óblandað. Miklu öruggara er að vinna með dínamít og það er mikið notað við vegagerð, niðurrif bygginga og ýmsa mannvirkjagerð.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy