Fara í innihald

David Warren

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Daved Warren með svarta kassann

David Warren (20. mars 192519. júlí 2010) var ástralskur vísindamaður sem fann upp og þróaði svarta kassann í flugvélum. Faðir hans lést árið 1934 í flugslysi. Hann lauk B.S. gáðu frá Háskólanum í Sydney og doktorsgráðu í eldsneytis- og orkufræðum frá Imperial College í London og kennslufræðinámi frá Háskólanum í Sydney. Hann starfaði sem kennari í stærðfræði og efnafræði og seinna sem vísindamaður í flugrannsóknastofnun í Melbourne.

Hann rannsakaði flugslys í fyrstu þotunni sem notuð var til almennra farþegaflutninga og sá árið 1953 lítið segulbandstæki á sýningu, segulbandtæki sem ætlað var kaupsýslumönnum sem voru á ferðalagi í flugvélum og lestum svo þeir gætu tekið upp bréf sem þeir létu ritara sína vélrita upp seinna. Warren taldi að slík tækni gæti einnig gagnast til að rannsaka flugslys, ef einhver í flugvél sem hefði hrapað hefði verið að nota slíkt tæki. Þá væri hægt að leita að upptökutækinu í flugvélaflakinu og spila upptöku og komast af því hvað kom fyrir. Á þessum tíma var þegar farið að skrá og að taka upp sjálfkrafa ýmis gildi varðandi flug en ekki raddupptöku. Þessi uppfinning að setja lítið upptökutæki í flugstjórnarklefann varð mikilvægt tæki til að rannsaka flugslys og átti þar með mikinn þátt í að tryggja flugöryggi.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy