Fara í innihald

Denali

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Denali

Denali, nefnt McKinley-fjall frá 1917 til 2015, er hæsta fjall Norður-Ameríku, 6.190 metrar á hæð yfir sjávarmáli. Það er í Alaska. Denali er fellingafjall og er í Alaskafjallgarðinum.

Nafn frumbyggja á fjallinu, „Denali“ (Það háa), var tekið upp opinberlega árið 2015. Áður fyrr var opinbert nafn fjallsins McKinley-fjall, en gullgrafari nokkur sem studdi William McKinley í framboði til forseta Bandaríkjanna 1896 gaf því nafn hans. Donald Trump hét því í undanfara bandarísku forsetakosninganna 2016 að breyta til baka nafni fjallsins en sem forseti lét hann aldrei verða af því. Í umhverfi fjallsins er þjóðgarðurinn Denali National Park and Preserve.

Frá rótum og uppá topp er Denali hærra en Everestfjall en það breytir því ekki að Everestfjall er hæsta fjall jarðar þar sem hæð fjalla er mæld yfir sjávarmáli.[1]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Lorelli, Matt (15. ágúst 2022). „How Denali Is Technically Taller Than Mt. Everest“. Unofficial Networks (bandarísk enska). Sótt 25. október 2024.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy