Fara í innihald

Eldgosið í Eyjafjallajökli 2010

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eyjafjallajökull, apríl 2010
Öskustrókurinn.
Skjálftarnar í Eyjafjallajökuli 2010, kort og teikning frá Veðurstofunni Íslands

Eldgosið í Eyjafjallajökli 2010 hófst snemma að morgni 14. apríl 2010 og stóð til 23. maí sama ár. Gosið var í toppgíg Eyjafjallajökuls og kvikan bræddi ísinn sem er við gíginn. Stórt flóð rann norður um Gígjökul og út í Markarfljót. Flóð varð einnig í Svaðbælisá undir Eyjafjöllum.

Gervihnattamynd af öskunni sem dreifðist suður 11. maí.

Strax um morguninn var gossprungan orðin 2 km að lengd og teygði sig frá norðri til suðurs. Stór sigdæld myndaðist kringum gíginn og fór stækkandi. Þá var gosmökkurinn kominn í 22 þúsund feta hæð um hálf-ellefuleytið.[1]

Gosaska dreifðist um alla Evrópu og olli miklum truflunum á flugumferð, en flugsamgöngur stöðvuðust dögum saman í mörgum ríkjum. Öskumistur gerði oft á Suðurlandi næstu árin vegna fokösku.

  1. „Sigdæld myndast í jöklinum“. 14. apríl 2010.
Myndir og vefmyndavélar
Skýringar
Jarðskjálftar
Fleiri
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy