Fara í innihald

Erfðavísir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Erfðavísir eða gen er bútur DNA (ísl. DKS) kjarnsýrunnar, sem inniheldur upplýsingar um byggingu og eiginleika einstakra stórsameinda og þar með eiginleika fruma og lífveru. Erfitt hefur reynst að skilgreina Gen. Lengi voru gen skilgreind sem sá hluti erfðaefnis sem var umritaður yfir í RNA (ísl. RKS), sem var síðan þýtt í prótín, og auðvitað þær raðir sem nauðsynlegar voru fyrir stjórn á umritun, verkun og tjáningu. Rannsóknir sýna að sum gen eru ekki þýdd í prótín, þar sem RNA afrit af þeim "starfa" í frumunni. Til þessa hóps tilheyra tRNA gen, rRNA gen, snRNA gen og síðan nýuppgötvaðar sameindir sem kallast ncRNA (non coding RNA). Undir þetta falla miRNA, piwiRNA og lincRNA.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy