Fara í innihald

Evrópukeppni bikarhafa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Evrópukeppni bikarhafa (e. UEFA Cup Winners' Cup) var keppni í knattspyrnu. Fyrsta keppnin var haldin 1960-61 sú síðasta 1998-99. Eins og nafnið gefur til kynna var keppnin ætluð sigurvegurum í bikarkeppnum landa Evrópu. Í dag öðlast bikarmeistarar hins vegar þátttökurétt í Evrópudeild UEFA. Spænska stórliðið FC Barcelona var sigursælasta liðið í sögu keppninnar með fjóra meistaratitla.

Keppnisfyrirkomulag

[breyta | breyta frumkóða]

Í nærri fjörutíu ára sögu keppninnar var alla tíð notast við sama keppnisfyrirkomulag: útsláttarkeppni þar sem félög mættust bæði heima og heiman. Undantekning frá þessu var úrslitaleikurinn sem haldinn var á hlutlausum velli, nema fyrsta árið þar sem leikinn var tvöfaldur úrslitaleikur. Keppnin hófst yfirleitt í september ár hvert og lauk í maímánuði.

Þátttökuliðin voru bikarmeistararnir frá hverju landi, en að auki gafst ríkjandi meisturum færi á að verja titil sinn, svo fremi að viðkomandi lið hefði ekki tryggt sér sæti í Evrópukeppni meistaraliða. Engu liði í sögu keppninnar tókst þó að verja titilinn.

Vinsældir Evrópukeppni meistaraliða sem og Borgakeppni Evrópu, forvera Evrópukeppni félagsliða sýndu fram á að eftirspurn væri eftir keppnum milli félagsliða víðsvegar að úr Evrópu. Út frá því spratt sú hugmynd að stofna sérstaka keppni fyrir sigurlið í bikarkeppnum álfunnar. Ekki voru þó allir sannfærðir um ágæti hugmyndinnar, meðal annars þar sem að bikarkeppnir voru í mörgum löndum í frekar litlum metum, öfugt við t.d. það sem tíðkaðist í Englandi og Skotlandi, þar sem úrslitaleikur bikarsins var talinn einn af hápunktum hvers knattspyrnuárs. Tilkoma mótsins varð því til þess að lyfta bikarkeppnum víða um lönd, enda þátttaka í Evrópukeppni talin eftirsóknarverð.

Fyrsta keppnin var haldin veturinn 1960-1 með þátttöku tíu liða. Mótið hafði ekki fulla formlega stöðu sem Evrópukeppni á vegum UEFA, en hefð er þó fyrir því að telja sigurvegara hennar, ítalska liðið Fiorentina fyrstu sigurvegarana í sögu keppninnar. Þetta fyrsta ár var leikið heima og heiman í úrslitunum og voru mótherjarnir Rangers. Þegar á öðru ári keppninnar áttu velflest aðildarlönd UEFA sinn fulltrúa.

Eftir að Evrópukeppni félagsliða kom til, var goggunarröð Evrópumótanna skilgreind á þá leið að Evrópukeppni meistaraliða væri æðst, þá kæmi Evrópukeppni bikarhafa og því næst Evrópukeppni félagsliða. Var þessi röðun látin ráða því í hvaða röð félagslið veldust í keppnirnar, t.d. kepptu lið sem urðu bæði bikarmeistarar og höfnuðu í öðru sæti í landsdeild sinni í Evrópukeppni bikarhafa. Engu að síður var Evrópukeppni félagsliða í hugum margra knattspyrnuáhugamanna talin sterkari og þar með merkari keppni, einkum eftir að þátttökuliðum frá sterkari þjóðunum var fjölgað í þeirri keppni. Þrátt fyrir það hróflaði UEFA ekki við goggunarröð sinni og voru sigurliðin í Evrópukeppni meistaraliða og Evrópukeppni bikarhafa látin mætast á hverju hausti til að berjast um titilinn Evrópumeistari meistaranna.

Úrslitaviðureignir

[breyta | breyta frumkóða]
Ár Sigurvegari Úrslit 2. sæti Keppnisstaður
1960-61 Fáni Ítalíu Fiorentina 2:0 Rangers Ibrox Stadium, Glasgow
Fáni Ítalíu Fiorentina 2:1 Rangers Communale Stadium, Flórens
1961-62 Fáni Spánar Atlético Madrid 3:0 (e.aukaleik) Fáni Ítalíu Fiorentina Neckarstadion, Stuttgart
1962-63 Fáni Englands Tottenham 5:1 Fáni Spánar Atlético Madrid De Kuip, Rotterdam
1963-64 Fáni Portúgals Sporting Lissabon 1:0 (e. aukaleik) Fáni Ungverjalands MTK Budapest Bosuil Stadium, Antwerpen
1964-65 Fáni Englands West Ham 2:0 Fáni Þýskalands 1860 München Wembley, Lundúnum
1965-66 Fáni Þýskalands Borussia Dortmund 2:1 (e.framl.) Fáni Englands Liverpool Hampden Park, Glasgow
1966-67 Fáni Þýskalands Bayern München 1:0 (e.framl.) Rangers Städtisches Stadion, Nürnberg
1967-68 Fáni Ítalíu AC Milan 2:0 Fáni Þýskalands Hamburger SV De Kuip, Rotterdam
1968-69 Slovan Bratislava 3:2 Fáni Spánar Barcelona St. Jakob Stadium, Basel
1969-70 Fáni Englands Manchester City 2:1 Fáni Póllands Górnik Zabrze Prater Stadium, Vínarborg
1970-71 Fáni Englands Chelsea 2:1 (e.aukaleik) Fáni Spánar Real Madrid Karaiskakis Stadium, Píreus
1971-72 Rangers 3:2 Dynamo Moskva Camp Nou, Barcelona
1972-73 Fáni Ítalíu AC Milan (2) 1:0 Fáni Englands Leeds United Kaftanzoglio Stadium, Þessalóníku
1973-74 1. FC Magdeburg 2:0 Fáni Ítalíu AC Milan De Kuip, Rotterdam
1974-75 Dynamo Kíev 3:0 Fáni Ungverjalands Ferencváros St. Jakob Stadium, Basel
1975-76 Fáni Belgíu RSC Anderlecht 4:2 Fáni Englands West Ham Heysel Stadium, Brussel
1976-77 Fáni Þýskalands Hamburger SV 2:0 Fáni Belgíu RSC Anderlecht Ólympíuleikvangurinn, Amsterdam
1977-78 Fáni Belgíu RSC Anderlecht (2) 4:0 Fáni Austurríkis Austria Wien Parc des Princes, París
1978-79 Fáni Spánar Barcelona 4:3 (e.framl.) Fáni Þýskalands Fortuna Düsseldorf St. Jakob Stadium, Basel
1979-80 Fáni Spánar Valencia CF 0:0 (5:4 e.vítak.) Fáni Englands Arsenal Heysel Stadium, Brussel
1980-81 Dinamo Tbilisi 2:1 Carl Zeiss Jena Rheinstadion, Düsseldorf
1981-82 Fáni Spánar Barcelona (2) 2:1 Fáni Belgíu Standard Liège Camp Nou, Barcelona
1982-83 Aberdeen 2:1 (e.framl.) Fáni Spánar Real Madrid Nya Ullevi, Gautaborg
1983-84 Fáni Ítalíu Juventus 2:1 Fáni Portúgals Porto St. Jakob Stadium, Basel
1984-85 Fáni Englands Everton 3:1 Fáni Austurríkis Rapid Vín De Kuip, Rotterdam
1985-86 Dynamo Kíev (2) 3:0 Fáni Spánar Atlético Madrid Stade de Gerland, Lyon
1986-87 Ajax 1:0 Lokomotive Leipzig Spiros Louis Stadium, Aþenu
1987-88 Fáni Belgíu KV Mechelen 1:0 Ajax Stade de la Meinau, Strasbourg
1988-89 Fáni Spánar Barcelona (3) 2:0 Fáni Ítalíu U.C. Sampdoria Wankdorf Stadium, Bern
1989-90 Fáni Ítalíu U.C. Sampdoria 2:0 (e.framl.) Fáni Belgíu RSC Anderlecht Nya Ullevi, Gautaborg
1990-91 Fáni Englands Manchester United 2:1 Fáni Spánar Barcelona De Kuip, Rotterdam
1991-92 Fáni Þýskalands Werder Bremen 2:0 Fáni Frakklands AS Monaco Ljósvangur, Lissabon
1992-93 Fáni Ítalíu¼ Parma 3:1 Fáni Belgíu Royal Antwerp Wembley, Lundúnum
1993-94 Fáni Englands Arsenal 1:0 Fáni Ítalíu Parma Parken, Kaupmannahöfn
1994-95 Fáni Spánar Real Zaragoza 2:1 (e.framl.) Fáni Englands Arsenal Parc des Princes, París
1995-96 Fáni Frakklands Paris Saint-Germain 1:0 Fáni Austurríkis Rapid Wien Stade Roi Baudouin, Brussel
1996-97 Fáni Spánar Barcelona (4) 1:0 Fáni Frakklands Paris Saint-Germain De Kuip, Rotterdam
1997-98 Fáni Englands Chelsea (2) 1:0 Fáni Þýskalands VfB Stuttgart Råsunda Stadium, Stokkhólmi
1998-99 Fáni Ítalíu S.S. Lazio 2:1 Fáni Spánar RCD Mallorca Villa Park, Birmingham
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy