Ex officio
Útlit
Ex officio er lögfræðilegt hugtak á latínu sem merkir lauslega „í krafti embættisins“. Venjulega er því beitt við málsmeðferð innan stjórnsýslunnar og dómstóla þar sem athygli er vakin á að úrlausnaraðilinn geti tekið tiltekna ákvörðun upp á sitt sjálfsdæmi, óháð því hvort málsaðili veki athygli á því eður ei. Þá er hugtakið einnig notað til að vísa til einstaklings sem gegnir tiltekinni stöðu í krafti þess að hann gegni annarri stöðu. Hugtakið er talið eiga sér rætur í Rómarrétti.