Fara í innihald

Eyjafjarðarsýsla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
     Eyjafjarðarsýsla 1986.     Kaupstaðir sem stofnuðust í landi Eyjafjarðarsýslu

Eyjafjarðarsýsla var ein af sýslum Íslands. Sýslur eru ekki lengur stjórnsýslueining á Íslandi, en nafnið er enn notað til að vísa til svæðisins.

Eyfajarðasýsla er við fjörðinn Eyjafjörð á Norðurlandi. Nágranni hennar í vestri er Skagafjarðarsýsla en í austri kúrir Suður-Þingeyjarsýsla henni við hlið. Sýslumörk voru í Hvanndalabjargi utan Ólafsfjarðar þar til Siglufjörður og Ólafsfjörður voru gerð að sjálfstæðu lögsagnarumdæmi sem fylgir Skagafjarðarsýslu. Sýslan nær að mörkum Austurhlíðar í Kaupangssveit að austan verðu en til fjalla nær hún inn á reginfjöll suður af Eyjarfjarðardal. Sýslunnar er fyrst getið árið 1550.

Náttúrufar

[breyta | breyta frumkóða]

Að flatarmáli er sýslan um 3930 km² en með Siglufirði og Ólafsfirði er hún alls 4300 km². Út með Eyjafjarðaströnd að vestanverðu er sæbratt en þó er þó nokkuð láglendi í Svarfaðardal og inndölum hans. Á firðinum eru eyjarnar Hrísey og Hrólfssker, sem og Grímsey á hafi úti. Allar tilheyra þær Eyjafjarðarsýslu.

Megindalir Eyjafjarðarsýslu eru þrír; Svarfaðardalur með Skíðadal, Hörgárdalur og Öxnadalur inn af honum og Eyjafjörður með sína þverdali. Fjöllin umhverfis þessa dali eru hrikaleg og mörg þeirra teygja sig í um 1000 m.y.s. Ár eru margar og vatnsmiklar en draga þær flestar nafn sitt af dalnum sem þær renna um. Þá er þeirra stærst Eyjafjarðará sem rennur út í Eyjafjarðarbotn.

Elsta berg í sýslunni er í Hvanndalabjargi og Ólafsfjarðarmúla - um 11-12 milljón ára. Halli berglaga í sýslunni eru að jafnaði 3-7°. Innst í Eyjafjarðardölum er bergið um 2-3 milljón ára gamalt. Í sýslunni er að finna 2 gamlar megineldstöðvar; önnur þeirra, kennd við Súlur, er milli Kerlingar og Öxnadals. Hin er nokkur yngri, um 7 mill. ára gömul, og er milli Villingadals og Torfufells. Fjöll í sýslunni, sérstaklega á Tröllaskaga, eru mjög mótuð af öflum skriðjökla og sjást þar víða skála- og dalajöklar.

Gróðursælt er að jafnaði í sýslunni með starengjum við árósa og ofar mýrar og graslendi. Ræktaðir skógar þekja 5% lands í Eyjafjarðarsveit. [1] Náttúrulega skóga má finna meðal annars í Leyningshólum í Eyjafjarðardal.

Stjórnsýsla

[breyta | breyta frumkóða]

Sýslan er eitt prófastsdæmi með Siglufirði og Ólafsfirði. Prestaköllin eru:

  • Siglufjarðarprestakall með kirkju á Siglufirði
  • Ólafsfjarðarprestakall; með kirkjum á Ólafsfirði og Kvíabekk
  • Dalvíkurprestakall; með kirkjustöðum á Dalvík, Tjörn í Svarfaðardal, Urðum og Völlum
  • Hríseyjarprestakall með kirkjum í Hrísey og á Stærri-Árskóg
  • Möðruvallaprestakall; með kirkjum að Möðruvöllum í Hörgárdal, Bakka, Ytri-Bægisá og Glæsibæ
  • Akureyraraprestakall
  • Glerárprestakall á Akureyri
  • Laugalandsprestakall með kirkjustöðum á Munkaþverá, Kaupangri, Grund, Möðruvöllum í Eyjafirði, Saurbæ og Hólum.

Sveitarfélög

[breyta | breyta frumkóða]

Eftirfarandi sveitarfélög eru innan sýslumarka (fyrrverandi innan sviga):

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Skógarþekja í Eyjafirði nálgast 5% Skógræktin, skoðað 14. mars 2021
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy