Fara í innihald

Fáni Wales

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Wales.

Fáni Wales (velska: Y Draig Goch, „rauði drekinn“) er með rauðan gangandi Evrópudreka á grænum og hvítum feldi. Líkt og með mörg skjaldarmerki er mynd drekans ekki stöðluð og margar útgáfur eru til. Fáninn er ekki hluti af Breska fánanum líkt og fáni Skotlands.

Drekinn stendur fyrir rauða drekann frá Cadwaladr, konung Gwynedd, ásamt litum Túdorættar, grænum og hvítum. Hinrik 7. Englandskonungur notaði þennan fána í orrustunni við Bosworth árið 1485. Eftir orrustuna var fáninn borinn með viðhöfn til Pálskirkjunnar í London. Rauði drekinn var síðan tekinn upp sem skjaldberi skjaldarmerkis Túdorættarinnar og átti að tákna velskan uppruna hennar. Fáninn var gerður að opinberum fána Wales árið 1959. Nokkrar borgir eru með dreka í merki sínu, þar á meðal Cardiff, höfuðborg Wales.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy