Fara í innihald

Farsi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Auglýsing fyrir farsa eftir George Howells Broadhurst.

Farsi (franska: farce „fylling“) er gamanleikrit þar sem söguþráðurinn einkennist af óvæntum uppákomum, misskilningi, orðaleikjum og ýktum persónum sem farast á mis í hröðum skiptingum. Í farsa er sögusviðið oft það sama allt leikritið í gegn.

Upphaflega var hugtakið notað á miðöldum yfir orð og setningar á frönsku sem skotið var inn í messur á latínu. Síðar var tekið að nota þetta orð yfir stutta gamanleiki sem komu inn í trúarleikrit og voru gjarnan stuttir einleikir eða samtal tveggja persóna. Sem sjálfstæð grein varð farsinn til á 17. öld, einkum í meðförum Moliéres sem skrifaði gamanleikrit ætluð alþýðunni undir áhrifum frá ítalska gamanleiknum. Á þeim tíma varð farsinn þriðja grein leikhússins, tengd alþýðu manna, meðan harmleikurinn tengdist aðlinum og gamanleikurinn borgarastéttinni. Á 19. öld blandast farsinn við aðrar greinar gamanleiks eins og óperettuna, vaudeville og revíu. Í upphafi 20. aldar varð farsinn svo fyrir áhrifum frá kvikmyndum og síðan sjónvarpi. Greinin gekk í gegnum ákveðið blómaskeið í Bretlandi eftir Síðari heimsstyrjöld.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy