Fara í innihald

Flokkur fólksins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Flokkur fólksins
Merki flokksins
Fylgi 13,8%¹
Formaður Inga Sæland
Stofnár 2016
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Félagshyggja, réttindi fatlaðra, aldraðra og öryrkja, lýðhyggja
Einkennislitur Gulur  
Sæti á Alþingi
Listabókstafur F
Vefsíða flokkurfolksins.is
¹Fylgi í síðustu Alþingiskosningum

Flokkur fólksins er íslenskur stjórnmálaflokkur sem bauð fram í fyrsta sinn til Alþingiskosninganna 2016. Inga Sæland er fyrsti formaður flokksins.[1] Flokkurinn hlaut 3,5% atkvæða í kosningunum 2016, engan þingmann, en nóg til að fá ríkisstyrk. Síðla sumars árið 2017 mældist flokkurinn með 8,4% og tæplega 11% fylgi í könnunum.[2] Flokkurinn fundaði í fullum sal í Háskólabíói og fór í mál við ríkið fyrir hönd eldri borgara. Í kosningunum 2017 náði flokkurinn hins vegar fjórum mönnum á þing og hlaut 6,9% atkvæða.

Inga Sæland ætlaði að leiða lista flokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningnum 2018,[3] en þegar boðað var til Alþingiskosninga haustið 2017 bauð hún sig fram í þeim. Kolbrún Baldursdóttir leiddi lista Flokks fólksins og var hún kjörin í borgarstjórn, þar sem flokkurinn hlaut alls 4,3% greiddra atkvæða. Kolbrún er því fyrsti fulltrúi flokksins í sveitarstjórn á Íslandi, en flokkurinn bauð ekki fram annars staðar en í Reykjavík vorið 2018.[4] Í sveitarstjórnarkosningunum 2022 hlaut flokkurinn svipað fylgi og var Kolbrún enn eini borgarfulltrúi flokksins.[5] Sama ár bauð Flokkur fólksins einnig fram á Akureyri og hlaut einn fulltrúa, Brynjólf Ingvarsson.[6]

Í kjölfar Klaustursupptakanna sem birtar voru í lok ársins 2018 voru tveir af þingmönnum flokksins, Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, reknir úr flokknum vegna „alvarlegs trúnaðarbrests“.[7] Flokkurinn taldi eftir það aðeins tvo þingmenn til sín, Ingu Sæland og Guðmund Inga Kristinsson.

Flokkurinn hlaut svo 8,8% atkvæða í Alþingiskosningum 2021 og fékk sex þingmenn kjörna, einn í hverju kjördæmi. Ásthildi Lóu Þórsdóttur, Eyjólf Ármannsson, Guðmund Inga Kristinsson, Ingu Sæland, Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson.

Kjörfylgi í alþingiskosningum

[breyta | breyta frumkóða]
Kosningar Atkvæði % Þingsæti +/– Sæti Stjórnarþátttaka
2016 6.707 3,5
0 / 63
0 8. Utan þings
2017 13.502 6,9
4 / 63
4 7. Stjórnarandstaða
2021 17.672 8,9
6 / 63
2 5. Stjórnarandstaða
2024 29.288 13,8
10 / 63
4 4. Í stjórnarsamstarfi

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Um Flokks fólksins“. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. október 2016. Sótt 2. október 2016.
  2. Flokkur fólksins fengi fimm þingsæti.
  3. Segir fylgið ákall um breytingar og réttlæti Rúv, skoðað 3. sept, 2017
  4. http://www.visir.is/g/2018180529010/rynt-i-urslit-borgarstjornarkosninga-vidreisn-i-lykilstodu
  5. „Reykjavík 2022“. kosningasaga. 24. janúar 2022. Sótt 26. janúar 2024.
  6. „Akureyri 2022“. kosningasaga. 24. janúar 2022. Sótt 26. janúar 2024.
  7. „Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson reknir úr Flokki fólksins“. DV. 30. nóvember 2018. Sótt 1. desember 2018.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy