Fara í innihald

Gagnrýnin hugsun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gagnrýnin hugsun er yfirveguð hugleiðing um hvort maður ætti að fallast á eða hafna fullyrðingu eða fresta dómi um hana og með hversu mikilli vissu maður ætti að fallast á hana eða hafna henni. Páll Skúlason skilgreinir gagnrýna hugsun svo: „Gagnrýnin er sú hugsun sem fellst ekki á neina skoðun eða fullyrðingu nema hún hafi fyrst rannsakað hvað í henni felst og fundið fullnægjandi rök fyrir henni“.[1] Gagnrýnin hugsun á jafnt við um skoðanamyndun og ákvarðanatöku. Hún tekur til greina vitnisburð, reynslu og rök og felur gjarnan í sér túlkun og mat á vitnisburði, rökum og upplýsingum og samhengi þeirra og mikilvægi, sem og mat á hvaða mælikvarði eða aðferðafræði er viðeigandi til að skera úr um málið. Gagnrýnin hugsun reiðir sig ekki einungis á rökfestu heldur einnig á nákvæmni, skýra hugsun og sanngirni eftir því sem á við.

Vísindavefur - Hvað er gagnrýnin hugsun?

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Páll Skúlason (1987): 70.

Heimildir og ítarefni

[breyta | breyta frumkóða]
  • Páll Skúlason, Pælingar (Reykjavík: ERGO, 1987).
  • Róbert H. Haraldsson, „Gagnrýnin hugsun og veruleiki“ í Tveggja manna tal (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001).


  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy