Fara í innihald

Gesta Danorum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gesta Danorum-handrit frá um 1200 með eigin hendi Saxa.

Gesta Danorum (latína afrek Dana) er rit um sögu Danmerkur eftir Saxo Grammaticus (Saxa málspaka), ritað á latínu um aldamótin 1200, að beiðni Absalons erkibiskups. Hún skiptist í tvo hluta: bækur 1-9 sem fjalla um fornaldarsögu (sbr. Fornaldarsögur Norðurlanda) og endar á Gormi gamla, sem talinn er fyrsti eiginlegi konungur Danmerkur. Bækur 10-16 fjalla svo um röð Danakonunga frá Gormi og lýkur með sigri Knúts VI á Vindum árið 1186. Stærsti einstaki hluti verksins er bók 14 sem er nærri einn fjórði hluti þess og fjallar um valdatíð Valdimars Knútssonar (Valdimars I) og fyrstu valdaár Knúts VI.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy