Fara í innihald

Júanveldið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Júanveldið 1294.

Júanveldið (kínverska: 元朝; pinyin: Yuáncháo; mongólska: Их Юань улс) var mongólskt ættarveldi sem ríkti yfir Kína frá 1271 til 1368 á eftir Songveldinu og á undan Mingveldinu. Það var stofnað af Kúblaí Kan, barnabarni Djengis Khan, stofnanda Mongólaveldisins í Asíu. Að nafninu til ríkti Kúblaí Kan líka yfir allri Norður-Asíu allt til Rússlands þar sem hann hafði erft stórkanstitilinn, en í reynd viðurkenndi aðeins eitt af hinum kanötunum yfirráð hans. Eftirmenn hans reyndu ekki að taka upp stórkanstitilinn og kölluðu sig keisara í Kína. Smám saman misstu Júankeisararnir völdin yfir héruðum sínum í Mongólíu og misstu um leið áhrif í Kína. Á endanum féll veldi þeirra þegar nokkrir hirðmenn gerðu hallarbyltingu og gerðu Zhu Yuanzhang að fyrsta keisara Mingveldisins.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy