Fara í innihald

John Adams

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
John Adams
Málverk af John Adams eftir John Trumbull.
Forseti Bandaríkjanna
Í embætti
4. mars 1797 – 4. mars 1801
VaraforsetiThomas Jefferson
ForveriGeorge Washington
EftirmaðurThomas Jefferson
Varaforseti Bandaríkjanna
Í embætti
21. apríl 1789 – 4. mars 1797
ForsetiGeorge Washington
EftirmaðurThomas Jefferson
Persónulegar upplýsingar
Fæddur30. október 1735
Braintree, Massachusettsflóa, bresku Ameríku
Látinn4. júlí 1826 (90 ára) Quincy, Massachusetts, Bandaríkjunum
StjórnmálaflokkurSambandssinnaflokkurinn
MakiAbigail Smith (g. 1764; d. 1818)
Börn6; þ. á m. John Quincy Adams
HáskóliHarvard-háskóli
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

John Adams (30. október 17354. júlí 1826) var 1. varaforseti (1789 - 1797) og 2. forseti Bandaríkjanna (1797–1801), diplómati, rithöfundur, einn af„landsfeðrum“ Bandaríkjanna. Áður en hann gerðist forseti var hann áhrifamikill í Bandaríska frelsisstríðinu sem leiddi til sjálfstæðis Bandaríkjanna frá Bretlandi.

Sem lögfræðingur og aðgerðasinni varði Adams rétt einstaklinga til málsvarnar og stóð fyrir því að einstaklingar skyldu taldir saklausir þar til sekt þeirra hafði verið sönnuð. Hann varði meðal annars breska hermenn sem sátu undir morðákærum fyrir þáttöku sína í fjöldamorðunum í Boston.

Adams sat á Bandaríka þinginu fyrir Massachussetts nýlenduna á tímum bresks yfirráðs og leiddi þar köll eftir sjálfstæði Bandaríkjanna. Hann hjálpaði til við skrif á sjálfstæðisyfirlýsingu Barndaríkjanna árið 1776 og var helsti formælandi hennar á þinginu. Sem diplómata tókst Adams að aðstoða við undirskrift á friðarsamningi sem leiddi til þess að stríðinu á milli Bandaríkjanna og Bretlands lauk. Adams var aðalhöfundur stjórnarskrá Massachussetts árið 1780, sem síðar var notuð til viðmiðs þegar stjórnarskrá Bandaríkjanna var rituð.

Adams var kjörinn varaforseti tvisvar þegar hann var í framboði með George Washington og var kjörinn annar forseti Bandaríkjanna árið 1796. Hann var eini forseti Bandaríkjanna sem var kjörinn undir merkjum Sambandssinnaflokksins. Í forsetatíð sinni var Adams harðlega gagnrýndur af Jeffersonískum Demókratískum repúblikönum, sem og sínum eigin flokki sem þá var leiddur af andstæðingi Adams, Alexander Hamilton. Sem forseti undirritaði Adams umdeilda löggjöf sem gerði innflytjendum erfiðara að gerast ríkisborgarar og stækkaði her Bandaríkjanna til að takast á við Frakkland í óyfirlýstu stríði milli þjóðanna. Mikil reiði átti sér stað í Bandaríkjunum vegna ófriðsins við Frakkland og helsta afrek Adams sem forseta var að ná fram friðsamlegum endi á þessum átökum. Adams varð á forsetatíð sinni fyrsti Bandaríkjaforseti sem hafði aðsetur í hvíta húsinu.[1]

Fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]

John Adams var fæddur inn í látlausa fjölskyldu en hann fann snemma fyrir sterkum vilja til að viðhalda arfleifð forfeðra sinna sem voru meðal fyrstu hreintrúarsinna sem námu land í Bandaríkjunum fyrir miðja 17. öldina.

Adams komst fyrst til metorða í stjórnmálum þegar hann mótmælti svokölluðum stimpillögum (1765) sem sett voru af breska þinginu án samráðs við bandaríska löggjafann.

Adams var fulltrúi Massachusetts á fyrsta og öðru meginlandsþinginu árið 1774 og frá 1775 til 1776. Áhrif Adams á þingið voru mikil og sótti hann fram með kröfu um varanlegan aðskilnað frá Bretlandi allt frá upphafi þingferils síns.

Adams sóttist eftir endurkosningu sem forseti í forsetakosningunum 1800 en tapaði naumlega fyrir Thomas Jefferson frambjóðanda repúblikana. Eftir það settist Adams í helgan stein þó áhrifa hans hafi gætt áfram gegnum ítarlega pistla sem hann iðulega skrifaði í dagblaðið Boston Patriot.

Adams lést á heimili sínu í Quincy þann 4. júlí 1826, 50 árum eftir að Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna tók gildi.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „History of the White House | Scholastic“. www.scholastic.com. Sótt 13. desember 2020.


Fyrirrennari:
George Washington
Forseti Bandaríkjanna
(17971801)
Eftirmaður:
Thomas Jefferson
Fyrirrennari:
Enginn
Varaforseti Bandaríkjanna
(1789 – 1797)
Eftirmaður:
Thomas Jefferson


  Þetta æviágrip sem tengist sögu og stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy