Fara í innihald

Kali

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Varast skal að rugla gyðjunni Kali saman við djöfulinn Kali, persónugervingu Kali Yuga.
Gyðjan Kali

Kali (sanskrít: काली, bengalska: কালী, Kālī), einnig þekkt sem Kalika (bengalska: কালিকা, Kālikā) er hindúagyðja og stendur sem tákn fyrir eilífa orku alheimsins. Nafnið Kali þýðir „svört“ en hefur einnig farið að tákna „kraft tímans“ (kala). Kali er gyðja tíma, dauða og umbreytinga. Táknmyndir Kali sýna hana oftast sem dökka og grimma ófreskju og er hún álitin tákn gjöreyðingar í mörgum tilfellum. Flókin tantrísk fræði innan hindúasiðarins hafa gefið henni víðtækari skilgreiningu, allt að því að gera hana að „hinum endanlega veruleika“ eða Brahman. Kali hefur stundum verið dýrkuð sem Bhavatarini (bókstaflega: frelsari alheimsins).

Kali birtist sem fylgitákn guðsins Shiva og oftast sýnd standa ofan á líkama hans. Hún er tengd við margar aðrar gyðjur hindúasiðarins líkt og Durga, Bhadrakali, Sati Rudrani, Parvati og Chamunda. Hún er fremst meðal Dasa-Mahavidyas, tíu grimmu tantrísku gyðjunum.

Kālī er kvenkynið af kāla "svartur, dökkur litur". Í helgiritinu Mundaka Upanishad er minnst á Kali sem eina af sjö tungum Agni, hinu Rigvedíska eldgoði, því hefur tungan orðið áberandi á táknmyndum gyðjunar. Nafnið birtist einnig sem eitt af formum Durga í Mahabharata 4.195 og sem nafn á illum anda í Harivamsa 11552.

Tengsl við dauðann

Einsheitið kāla, (tími), getur í öðru samhengi þýtt "dauði", og þó verið á sama tíma frábrugðið kāla (svartur). Tengslin eru séð í Mahābhārata, sem sýnir kvenkyns veru bera burtu anda dauðra stríðsmanna og dýra. Hún er kölluð kālarātri (sem Thomas Coburn, sagnfræðingur, þýðir sem "nótt dauðans") og kālī (sem, líkt Coburn bendir á, getur verið séð sem hennar raunverulega nafn eða sem "hin svarta").

Tengsl Kali við sorta og myrkur er andstæða við fylgdarmann hennar Shiva, þar sem líkami hans er oftast þakin hvítri ösku af bálfarasvæðum (sanskrít: śmaśāna) þar sem hann hugleiðir.

Samkvæmt David Kinsley er fyrst minnst á Kali í hindúisið sem fjarlæga gyðju tengda stríði um 600 f.Kr. Helgirit á borð við Agni Purana og Garuda Purana lýsa skelfilegri ásjónu hennar og tengja hana við lík og stríð. Elstu heimildirnar um Kali ná aftur að öld Riveda. Ratri Sooka innan Rigveda kallar hana í raun gyðjuna 'Ratri' og upphefur hana sem frumkraft alheimsins.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy