Fara í innihald

Konungabók

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Salómon tekur á móti drottningunni af Saba. Lágmynd á hurðum Ghibertis í Skírnarkirkjunni í Flórens.

Konungabók (hebreska: סֵפֶר מְלָכִים Sēfer Məlāḵīm) er ein af bókum hebresku biblíunnar og gamla testamentisins í Biblíu kristinna manna þar sem henni er skipt í fyrri og síðari Konungabók. Konungabók er eitt af söguritum gamla testamentisins og er þar flokkuð með Jósúabók, Dómarabókinni og Samúelsbók sem allar segja frá elstu sögu Ísraelsmanna.

Biblíufræðingar telja að Konungabók sé samsett úr arfsögnum, þjóðsögum, jarteinasögnum og skáldskap til að búa til guðfræðilega skýringu á eyðingu Ísraels og Júda og heimkomunni frá herleiðingunni í Babýlon á 6. öld f.Kr. Konungabókin segir sögu konungsríkjanna Ísraels og Júda frá Davíð konungi til Jójakíns, konungs Júda, og nær þannig yfir um 400 ár, frá um 960 til um 560 f.Kr. Fræðimenn telja að fyrsta útgáfa Konungabókar hafi verið samin seint á 7. öld, og síðasta útgáfan seint á 6. öld f.Kr..[1]

Konungabók segir frá Davíð konungi, syni hans Salómon og afkomendum þeirra fram að skiptingu ríkisins í Ísrael og Júda. Í miðju bókarinnar er sagt frá spámönnunum Elía og Elísa og kraftaverkum þeirra. Lokakaflarnir segja frá falli Samaríu og Ísraels og herleiðingu Ísraelsmanna, og síðustu árum Júda.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Grabbe, Lester L. (1. desember 2016). 1 & 2 Kings: An Introduction and Study Guide: History and Story in Ancient Israel (enska) (1. útgáfa). T&T Clark. ASIN B01MTO6I34.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy