Fara í innihald

Kyngervi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kyngervi er hið félagslega mótaða kyn en ekki hið líffræðilega kyn.

Þessi mótun tekur til dæmis til þeirra væntinga sem samfélagið gerir til karla og kvenna, þeirra verksviða sem hvort kyn er talið geta eða eiga að tileinka sér og þess hvaða áhugamál og klæðaburður er talinn við hæfi.

Þau skilaboð sem karlar og konur fá geta verið mótsagnakennd og tekið breytingum, bæði á mismunandi tímum og milli menningarsvæða. Þau eru einnig ólík eftir aldri, stétt, stöðu, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum, holdafari, fötlun og annarri stöðu viðkomandi. Það er þessi mótun sem átt er við þegar rætt er um kyngervi.[1]

Kyn og kyngervi eru lykilhugtök bæði innan hinseginfræða og kynjafræða. Í þessum fræðum þykir oft gagnlegt að greina á milli líffræðilegs kyns annars vegar, sem þá er einfaldlega nefnt kyn, og hins vegar félagslega mótað kyns, sem þá er nefnt kyngervi.

Í almennu talmáli vísar þó kyn oftast bæði til kyns og kyngervis.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Kyn og kyngervi“. Hinsegin frá Ö til A. Sótt 11. apríl 2019.
  Þessi félagsfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy