Fara í innihald

Labrador

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Labrador.

Labrador er landsvæði á norðausturströnd Kanada og meginlandshluti kanadíska héraðsins Nýfundnaland og Labrador. Labrador er 71% af landsvæði héraðsins, en aðeins 6% íbúa búa þar. Labrador nær yfir austurhluta Labradorskaga. Norðaustan við strönd Labrador er Labradorhaf, en Grænland liggur norðan við það. Að sunnan skilur Belle Isle-sund milli Labrador og Nýfundnalands. Labrador og Nunavut mætast á Killiniq-eyju í Gray-sundi milli Labradorhafs og Ungava-flóa. Annars liggur Labrador að héraðinu Quebec í vestri og suðri.

Meðal frumbyggja Labrador eru Inúítar, Métisar og Innúar.

Landsvæðið heitir eftir Joao Fernandes Lavrador (1453 - 1505) sem skoðaði þetta svæði 1498.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy