Fara í innihald

Laugardalsvöllur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Laugardalsvöllur

Staðsetning Reykjavík, Ísland
Hnit 64°08′36.8″N 21°52′44.3″V / 64.143556°N 21.878972°V / 64.143556; -21.878972
Byggður1958
Opnaður 1959
Stækkaður1965-1970 - Vesturstúkan stækkuð og yfirbyggð
1997 (seinni stúka)
2007 (eldri stúkan)
2024-2025 (hybridgras og færsla vallar, stækkun)
Eigandi KSÍ
YfirborðGras (hybrid frá júní. 2025)
ArkitektGísli Halldórsson
Notendur
Íslenska knattspyrnulandsliðið, Fram
Hámarksfjöldi
Sæti9.800
Stæði10.000+
Stærð
105 x 68 metrar

Laugardalsvöllur er knattspyrnuþjóðarleikvangur Íslands og einnig stærsti leikvangur Íslands. Völlurinn er aðallega notaður við iðkun knattspyrnu en einnig hefur verið aðstaða fyrir frjálsar íþróttir á honum. Þá hafa stórtónleikar verið haldnir á honum (t.d. Elton John, Guns N' Roses og Ed Sheeran). Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu og íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu nota leikvanginn sem heimavöll sinn, auk Fram.

Fyrsti leikur á vellinum var Ísland á móti Noregi árið 1957. [1] Völlurinn opnaði þó ekki formlega fyrr en 1959. Stúkan var endurgerð milli 1965 til 1970. Árið 1992 komu flóðljós á völlinn og árið 1997 kom ný stúka austan megin sem tók 3.500 manns. Gamla stúkan vestan megin var svo stækkuð árið 2007.

Metaðsókn á völlinn var árið 2004 þegar Ísland tók á móti Ítalíu en þá voru samtals 20.204 áhorfendur. Ísland sigraði í leiknum með 2 mörkum gegn engu.[2]

Stækkun 2024-2025

[breyta | breyta frumkóða]

Byrjaðar eru framkvæmdir á vellinum sem standa 2024 til 2025. Þá verður lagt hybridgras á völlinn. [3] [4] Völlurinn verður færður í vestur í átt að gömlu, stærri stúkunni og verður hlaupabrautin fjarlægð. Fyrirhugað er að byggja nýja stúku austan megin og að byggja stúkur hringinn um völlinn. [5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Sigur Norðmanna verðskuldaður. Morgunblaðið, 9. júlí 1957
  2. soccernet.espn.go.com/report?id=157667&cc=5739 Geymt 28 janúar 2005 í Wayback Machine, „Iceland v Italy Report“, skoðað 15. maí 2007.
  3. Hybrid gras á Laugardalsvöll Vísir, sótt 2/9 2024
  4. Formaður KSÍ: „Loksins komið af stað og verkið hafið“ Rúv, sótt 17. október 2024
  5. Færa grasið nær stúkunni Rúv, sótt 17. október 2024
  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy