Fara í innihald

Lundúnaplágan mikla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Líkum safnað í London

Lundúnaplágan mikla var kýlapestarfaraldur sem gekk í London 1665 til 1666. Talið er að 100.000 manns, eða um 15% af íbúum borgarinnar, hafi látist af völdum veikinnar. Þetta var í síðasta skipti sem kýlapest olli faraldri í Bretlandi. Plágan var annað af tveimur áföllum sem dundu yfir Bretland á tímum Stúart-endurreisnarinnar. Hitt var Lundúnabruninn mikli 1666. Í kjölfar hans var miðborg London endurbyggð úr steini með lokuð holræsi og breiðari götur.

Plágan kann að hafa borist með hollenskum kaupskipum þar sem plágan hafði gengið í Amsterdam sama vetur. Í London breiddist plágan út frá skipakvíunum rétt utan við borgina. Fyrstu grunsamlegu dauðsföllin voru skráð í desember 1664 og þegar leið á vorið 1665 var veikin orðin það útbreidd að hún vakti athygli yfirvalda. Um sumarið flúði fyrirfólk borgina og í september voru mannslátin nokkur þúsund í hverri viku. Veikin herjaði aðallega á fátæklinga sem bjuggu við þrengsli í lélegu húsnæði. Hún breiddist út með flóm sem svartrottur báru milli fólks, en þessi smitleið var þá óþekkt.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy