Fara í innihald

Matkempa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Matkempa

Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Kólfsveppir (Basidiomycota)
Flokkur: Agaricomycetes
Undirflokkur: Homobasidiomycetidae
Ættbálkur: Kempubálkur (Agaricales)
Ætt: Kempuætt (Agaricaceae)
Ættkvísl: Agaricus
Tegund:
A. bisporus

Tvínefni
Agaricus bisporus
(J.E.Lange) Imbach

Matkempa (eða ætisveppur) (fræðiheiti Agaricus bisporus) er kemputegund og algengur matsveppur. Á Íslandi hefur svepparæktun nánast einskorðast við þessa tegund, en tveir stofnar hennar eru algengastir, hvítir og brúnleitir.

Ræktun á Agaricus bisporus hófst í Frakklandi þegar grasafræðingurinn Olivier de Serres tók eftir að þegar sveppaþræðir voru fluttir á nýjan stað þá uxu þar upp sveppir. Í fyrstu fór svepparækt þannig fram að ræktendur leituðu að stöðum á túnum og engjum þar sem sveppir uxu og settu moldina þar út í rotmassa. Árið 1893 var fundin aðferð til að framleiða hreint sveppaþel. Ræktuðu sveppirnir voru í fyrstu ljósbrúnir en árið 1926 fann sveppabóndi í Pennsylvaníu hvítt afbrigði í svepparækt sinni og varð það vinsælt og er þetta stökkbreytta afbrigði nú mikið ræktað.

  Þessi sveppagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy